Að skola daglega með flúorlausn er áhrifarík leið til að verjast tannskemmdum og góð viðbót við tannburstun með flúortannkremi. Samkvæmt ráðleggingum íslenskra tannlækna er mælt með viðbótarflúor fyrir börn í áhættuhópum við auknum tannskemmdum.
- Börn í áhættuhóp eru:
- Börn sem taka inn lyf daglega vegna veikinda eða fötlunar
- Börn með tannskemmdir sem erfitt er að ráða við og/eða mikið fylltar tennur
- Börn sem eru að fá nýjar fullorðinstennur eða eru í tannréttingum
- Börn sem fá oft að borða milli mála
- Börn sem drekka mikið af gos- og svaladrykkjum
- Börn með illa hirtar tennur
- Börn sem fara sjaldan til tannlæknis