Flux Junior flúormunnskol fyrir 6-12 ára 500 ml.

Sérstaklega bragðgott flúormunnskol fyrir börn 6-12 ára. Inniheldur 0,05% NaF. Regluleg notkun Flux munnskols styrkir tennur og er fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum. Flux ætti að nota sem viðbót við tannburstun með flúortannkremi.

Vörunúmer: 10112206
+
2.069 kr
Vörulýsing

Að skola daglega með flúorlausn er áhrifarík leið til að verjast tannskemmdum og góð viðbót við tannburstun með flúortannkremi. Samkvæmt ráðleggingum íslenskra tannlækna er mælt með viðbótarflúor fyrir börn í áhættuhópum við auknum tannskemmdum. 

  • Börn í áhættuhóp eru:
  • Börn sem taka inn lyf daglega vegna veikinda eða fötlunar
  • Börn með tannskemmdir sem erfitt er að ráða við og/eða mikið fylltar tennur
  • Börn sem eru að fá nýjar fullorðinstennur eða eru í tannréttingum
  • Börn sem fá oft að borða milli mála
  • Börn sem drekka mikið af gos- og svaladrykkjum
  • Börn með illa hirtar tennur
  • Börn sem fara sjaldan til tannlæknis
Notkun

Skammtastærð ef tannlæknir hefur ekki ráðlagt annað: 10 ml til daglegrar notkunar fyrir börn 6-12 ára. 

Þegar flaskan er kreist fæst 10 ml skammtur. Skolið munninn með 10 ml af Flux Junior munnskoli í að minnsta kosti eina mínútu eftir að hafa burstað tennurnar vandlega og spýtið svo. Til að ná sem bestum árangri ætti ekki að borða né drekka í klukkutíma eftir notkun.

Innihald
  • 0,05% NaF (Natríumflúoríð)
  • Ávaxta- og mintubragð
  • 500 ml flaska með skammtastút

Tengdar vörur