Aqua Wipes Gentle Eyelid Wipes 20 stk.

Aqua Wipes Originals hreinsa og róa með mildi. Sérstaklega hannaðar blautþurrkur frá Aqua Wipes til að hugsa um augu barnsins þíns án þess að skaða umhverfið. Lífniðurbrjótanlegar, plastlausar og dauðhreinsaðar. Þessar umhverfisvænu blautþurrkur hreinsa og fríska upp á augnlok og augnhár barnsins og hjálpa til við að fjarlægja leifar, skorpuefni og seyti. Prófaðar af augn – og húðlæknum, þær eru öruggar til notkunar frá fæðingu á allra viðkvæmustu húðina. Ofnæmisprófaðar og án allra rotvarnarefna og ilmefna. Henta öllum aldri – líka fullorðnum.

Vörunúmer: 10171393
+
2.519 kr
Vörulýsing

Einu barni geta fylgt allt að 15.000 blautþurrkur á ári. Að meðaltali fæðast um 650.000 börn hvert ár í Bretlandi, það eru rúmlega 11 milljarðar blautþurrkna á ári (sem flestar innihalda plast). Þær stífla frárennslisrör, menga hafið eða sitja á urðunarstöðum í hundruðir ára. Þessu verður að linna. Markmið Aqua Wipes er að sporna við þessu með því að bjóða upp á lífniðurbrjótanlegar, plastlausar blautþurrkur. Lítil breyting hjá okkur sem skapar mikinn mun fyrir umhverfið!

Umsagnir

„Keypt fyrir frænda minn sem var með tárubólgu og þessar þurrkur virkuðu frá fyrstu notkun til að fjarlægja klístur í kringum augun.“

„Hjálpuðu til við að þrífa klístruð augu dóttur minnar! Mjög ánægð með þessa vöru og mæli mikið með henni!“

„Besta varan fyrir lítil augu dýrmæta barnsins míns. Eftir að hafa fengið tárubólgu, sagði heimilislæknirinn minn mér að nota bómullarhnoðra til að þrífa augu barnsins og ég komst að því að þeir gerðu augu sonar míns bara verri. Langaði í vöru sem er dauðhreinsuð og myndi ekki skilja eftir sig leifar, þá ég rakst á þessar blautþurrkur. Þær hafa unnið verkið ótrúlega, augun eru ekki lengur aum eða rauð."

Innihald

Vatn, Chamomilla Recutita, Lauryl glúkósíð, Glýserín, PVP, Caprylic/Capric þríglýseríð, Pólýsorbat 20, Natríumfosfat, Natríumklóríð, Tvínatríumfosfat, Tvínatríum EDTA.

Tengdar vörur