Guli Miðinn Hárkúr 60 hylki

Hárkúr er fjölvítamínblanda sem er sérstaklega samsett fyrir hárið. Inniheldur amínósýrur sem eru einkar mikilvægar fyrir hárvöxt. Lesitín, inósítól og kólín eru líka í Hárkúr sem eru nauðsynleg bætiefni fyrir heilbrigðan hárvöxt. Skortur á þessum steinefnum getur leitt til hárloss. B-vítamínin, PABA, bíótín og fólínsýra eru hárinu nauðsynleg þau stuðla að heilbrigði hársekkjarins og heilbrigðu útliti hársins

Vörunúmer: 10044413
+
1.120 kr
Vörulýsing

Ýmislegt eyðir þessum vítamínum úr líkamanum eða kemur í veg fyrir fulla virkni þeirra. Má þar nefna reykingar, feitan mat, áfengi, sum lyf, streita og ofneyslu á hvítum sykri, svo að nokkuð sé upp talið. Þörf er á járni til myndunar blóðrauða sem flytur súrefni til allra frumna líkamans, því er það nauðsynlegt fyrir heilbrigðan hárvöxt. Kelp er þari sem inniheldur steinefni og hefur lengi verið notaður fyrir hárið. Auk þess eru sink og önnur steinefni í Hárkúr hylkjunum, en skortur getur valdið því að hárið verði slitið og líflaust eða öðrum truflunum á eðlilegum hárvexti. Til að örva hárvöxt er mjög gott að taka Hárkúr og íslenskar Þaratöflur í Gula miðanum saman sem kúr.

Tengdar vörur