Iceherbs Hvannarrót 60 hylki

Hvannarrót, Angelica archangelica, er ein af þekktari nytja- og lækningajurta, sem notuð var á íslandi og víðar í norðurálfu til forna. Hún vex aðallega á norðlægum slóðum eða hátt til fjalla í Evrópu. Allir hlutar plöntunnar hafa verið nýttir í gegnum tíðina en hvannrótin var einna mest notuð  til lækninga.

Vörunúmer: 10137767
+
2.599 kr
Vörulýsing

Jurtin er þekkt fyrir áhrif sín á einkenni ofvirkrar þvagblöðru og getur viðhaldið heilbrigðri þvagblöðru og þvagrás. Notkun hvannar hefur sýnt fram á að salernisferðum geta fækkað og þar með haft áhrif á svefn og almennt heilbrigðan lífstíl.

Hvannarrót hefur lengi verið notuð til að örva meltingu og draga úr brjóstsviða og uppþembu. Í kínversum jurtalækningum hefur jurtin verið notuð bæði við tíðavandamálum hjá konum sem og tíðahvörfum.

Á seinni árum hafa miklar rannsóknir verið gerðar á virkni og efnainnihaldi ætihvannar.  Margvísleg efni eru að finna í ætihvönn, sérstaklega er mikið af svokölluðum coumarin efnum, sem eru þekkt fyrir margvíslega lífvirkni.

Ábyrgðaraðili: Náttúrusmiðjan ehf.

Notkun
  • Takið 2 hylki á dag með vatni.
  • Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.  Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.
  • Geymið þar sem börn ná ekki til.
Innihald

Varan inniheldur 60 hylki.

Hvert hylki inniheldur: 

  • Hvannarót, 420 mg
  • Engin aukaefni
  • Hylkin eru úr jurtabeðmi (vegan)

Tengdar vörur