Iceherbs hóstamixtúra sítróna og engifer 200 ml.

Fjallagrasa hóstamixtúran með engifer og sítrónu vinnur gegn særindum í hálsi. Vegna fjallagrasanna inniheldur mixtúran fjölsykrur sem mynda þunna himnu yfir slímhúð í hálsi og efri hluta öndunarvegar.

Vörunúmer: 10141078
+
1.829 kr
Vörulýsing

Fjallagrasa hóstamixtúran inniheldur mjög hátt hlutfall af fjallagrösum sem tryggir mikla virkni þeirra eins og í öðrum fjallagrasa hálsmixtúrunum. Fjallagrös innihalda leysanlegar trefjar, lichenin, isolichenin og fléttusýrur sem mýkja slímhúð í hálsi. Auk fjallagrasanna inniheldur mixtúran mentól og lakkrís sem eru þekkt fyrir bakteríuhemjandi virkni.
Þessi mixtúra inniheldur alkóhól og henta því ekki börnum.

Fjallagrasamixtúrnar eru góð vörn gegn hósta og hvers konar óþægindum í hálsi, því mixtúrurnar innihalda fjallagrös sem hafa mýkjandi áhrif á slímhúð í hálsi.

Fjölmargar rannsóknir virtra vísindamanna hafa sýnt að virku efnin í fjallagrösunum eru ónæmisörvandi og geta hindrað vöxt baktería og veira. Niðurstöðurnar styðja því vel við aldagamla trú manna á heilsugildi grasanna og að lækningamáttur þeirra eigi við rök að styðjast.

Ábyrgðaraðili: Náttúrusmiðjan ehf.

Notkun

Hristist fyrir notkun. 1 matskeið (10) ml) 3-5 sinnum á dag handa fullorðnum. 1 teskeið (5 ml) 3-5 sinnum

Hristist fyrir notkun. Notist 2-3 sinnum á dag. 1 matskeið fyrir fullorðna.

Ekki ætlað börnum. 20-30 daga skammtur. á dag handa börnum eldri en 1 árs.

Innihald

Vatn, maltitólsýróp, glúkósasýróp, fjallagrasaþykkni  etanól, pektín, bragðefni, engifer og sítróna.

Tengdar vörur