Magnesíum Goodnight er blönduð þrúgukjarnaolíu (Grape seed oil) sem gerir það auðveldara að nudda henni á líkamann (oftast fæturna). Einnig er búið að bæta ilmkjarnaolíum í olíuna til þess að stuðla að betri ró fyrir svefninn. Ilmkjarnaolíurnar eru Bergamot, Kamilla (chamomile roman) og Clary sage. Aðrar tegundir af magnesíum olíu frá Better You eru Magnesíum Original, Magnesíum Recovery og Magnesium Joint.
Better You notar Zechstein® Magnesíum í sínar vörur. Fyrir um 250 milljón ára síðan voru höfin sem voru staðsett næst miðbaug nálægt því að gufa upp. Það vatn sem stóð eftir úr Zechstein hafinu sem staðsett í Norður Evrópu er talið hreinasta auðlind af Magnesíum klóríð (chloride) sem fyrir finnst. Magnesíum er sótt í sjóinn og borað 1,5 km niður í hafsbotninn til að verða sér úti um það. Því er ekki að ástæðulausu að magnesíum úr Zechstein hafinu sé talið eitt það hreinasta sem fyrirfinnst á móður jörð.
Magnesíum stuðlar að:
- viðhaldi eðlilegra beina
- viðhaldi eðlilegra tanna
- eðlilegri sálfræðilegri starfsemi
- eðlilegri vöðvastarfsemi
- eðlilegri prótínmyndun
- eðlilegri starfsemi taugakerfisins
- eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
- því að draga úr þreytu og lúa
Merki um magnesíumskort:
- Svefnerfiðleikar
- Sinadráttur
- Vöðvakrampi
- Aukin næmni fyrir stressi
- Síþreyta
- Orkuleysi
- Fjörfiskur
Til fróðleiks:
Við fáum magnesíum úr ýmsum matvælum en samt sem áður er það mjög algengt að fólk sé í skorti og t.d. er talið að allt að 80% Bandaríkjamanna sé í skorti. Næringarsnauður jarðvegur sem nýttur er til ræktunar, lélegt/slæmt mataræði, óhófleg áfengis- og koffínneysla, ýmis lyf og mikil streita er meðal þess sem veldur skorti og svo skolast steinefni líka út þegar við svitnum.
Ábyrgðaraðili: Artasan