Trace Minerals Magnesium Citrat og Glycinate 120 tuggutöflur

Magnesíum er fjórða algengasta steinefnið í líkamanum og það á þátt í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum. Magnesíum spilar einnig lykilhlutverk í taugaleiðni, vöðvasamdrætti, myndun beina og tanna, efnaskiptum, orkumyndun og heilbrigði hjarta og æðakerfis. Rannsóknir hafa þó sýnt að 70% fólks innbyrði ekki ráðlagðan dagsskammt (RDS) af magnesíum. Magnesíum tuggutöflur eru bragðgott bætiefni sem hjálpar þér að viðhalda eðlilegu magni magnesíums í líkamanum.

Vörunúmer: 10169127
+
5.298 kr
Vörulýsing

Magnesíum:

 • Nauðsyn fyrir gott andlegt jafnvægi og vinnur gegn streitu
 • Virkar slakandi og bætir svefn
 • Stuðlar að eðlilegri slökun vöðva og vinnur gegn sinadráttum og fótaóeirð
 • Hefur góð áhrif á hjarta og æðakerfi
 • Getur unnið gegn of háum blóðþrýstingi
 • Nauðsyn fyrir sterk bein og tennur

Fyrir hverja:

 • Alla aldurshópa, frá börnum og upp í eldri borgara, sem vilja taka inn magnesíum á þægilegan og bragðgóðan máta
 • Þá sem eru undir miklu álagi og streitu og þurfa ró og slökun
 • Alla sem sofa illa
 • Þá sem eiga í vandræðum með að taka inn bætiefni í töfluformi

Ábyrgðaraðili: Avita ehf.

Notkun

Skammtastærð: Fullorðnir og börn 4 ára og eldri mega taka allt að 4 tuggutöflur daglega. Vörur sem innihalda mikið magnesíum geta haft hægðalosandi áhrif. Ef slík áhrif koma fram skal skipta ráðlögðum dagsskammti upp yfir daginn.

Geymið þar sem börn ná ekki til.

 

Innihald

Innihald í einum skammti:

 • Magnesíum sítrat 336mg
 • Járn 0,25mg

Önnur innihaldsefni: Xylitol, sorbitól, náttúruleg bragðblanda (náttúruleg bragðefni, blönduð ber, sítrónusafi, sítrus), örkristallaður sellulósi, sterínsýra, hýprómellósi, sítrónusýra, magnesíumsterat, Exberry™-litur, stevíólglýkósíðar, sílikondíoxíð.

Engir þekktir ofnæmisvaldar.

Athugið: Fæðubótarefni kemur aldrei í staðinn fyrir fjölbreytt og gott mataræði. Varist að nota ekki meira en ráðlagður dagskammtur segir til. Geymist við stofuhita og ekki í sólarljósi.

Tengdar vörur