Notkunarleiðbeiningar
Til að ná fram heilbrigðri og ljómandi húð þarf að nota rakakrem daglega.
1. Áður en kremið er borið á húðina skal passa að húðin sé hrein. Þegar La Hydratan er borið á andlitið er best að nota fingurgómana og dempa rakakreminu varlega yfir húðina. Bera fyrst á T-svæði og vinna síðan kremið í átt að hálsi og hárlínu.
2. Því næst skalt þú dempa mjög varlega þunnu lagi af rakakreminu á augnsvæðið. Húðin í kringum augun er einstaklega þunn og viðkvæm og þess vegna þarf ekki eins mikið magn af kremi á það svæði.
3. Að lokum skal bera rakakremið á hálsinn, út á herðarnar og niður á bringuna. Þetta svæði gleymist oft þrátt fyrir að vera það svæði sem sýnir yfirleitt fyrstu merki öldrunar. Húðin á þessu svæði er viðkvæm og gjörn á að sýna aldursmerki á borð við fínar línur og hrukkur.
4. Leyfðu rakakreminu að fara alveg inn í húðina áður en þú ferð að nota önnur krem eða farða.
Gott ráð
Til að ná sem bestum árangri gott að nota svarta skrúbbinn frá MARC INBANE að minnsta kosti einu sinni í viku. Skrúbburinn sem er sótthreinsandi fjarlægir óhreinindi, dauðar húðfrumur sem og þurrkubletti. Skrúbburinn eykur líka blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar. Þar sem yfirborð húðarinnar verður jafnara og sléttara við notkun á skrúbbnum þá verður liturinn líka jafnari og helst mun lengur.
MARC INBANE er hágæða hollenskt snyrtivörumerki sem framleiðir lúxus brúnkusprey og tengdar vörur og eru þau frumkvöðlar á sínu sviði.
Hrein innihaldsefni, faglegt handverk, fáguð útlitshönnun og fagmennska í öllu framleiðsluferlinu setur MARC INBANE í leiðandi stöðu í framleiðslu á hágæða snyrtivörum.