New Nordic Múltívítamin hlaup 120 stk.

Vegan multivítamín í hlaup formi er spennandi nýjung frá New Nordic. Multi Vegan hlaup eru litrík og bragðgóð hlaup sem innihalda öll helstu daglegu vítamín sem líkaminn þarf á að halda. Inniheldur A, C, D og E vítamín, bíótín og fólinsýru sem stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins sem og stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa. Ásamt B3, B6 og B12 vítamíni sem stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins.

Vörunúmer: 10161352
+
3.222 kr
Vörulýsing
  • Hentar 12 ára og eldri.
  • Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti skulu vera í samráði við lækni
  • Náttúrleg litar og bragðefni.
  • Vegan, mjólkur-, og glútenlaust.
 
Ábyrgðaraðili: Artasan
Notkun
2 hlaup á dag með mat.
 
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.  
 
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
 
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til. 

Tengdar vörur