Sérstaklega orku- og próteinríkur næringardrykkur með prebiotískum trefjum. Resource 2.0+fibre er næringarlega heildstæður drykkur með 400 kkal og 18 g af próteini í hverri flösku. Það setur hann í flokk orku- og próteinríkasta næringardrykkja á markaðinum. Auk þess að vera orku- og próteinríkur inniheldur Resource. 2.0+fibre einstaka blöndu af prebiotískum trefjum, 50% FOS og 50% GOS, sem sýnt hefur verið fram á að stuðli að góðu bakteríujafnvægi í þörmunum, ásamt því að draga úr hættu á sýkingum, niðurgangi og hægðatregðu.
Resource 2.0 + trefjar jarðaberjabragð 4 x 200 ml.
Sérstaklega orku-, prótein- og trefjaríkur næringardrykkur. Hentar vel fyrir vannærða einstaklinga með aukna orku-, prótein- og trefjaþörf. Hægir á þyngdartapi, eflir sáragróanda, eykur þrek, viðheldur vöðvastyrk og góðri þarmastarfsemi. Ein flaska samsvarar einni máltíð. 4x200 ml.
Resource 2.0+fibre drykkurinn er ætlaður sem næringarmeðferð við sjúkdómstengdri vannæringu. Hann hentar vel vannærðum sjúklingum sem eiga erfitt með að borða og drekka mikið magn, t.d. ef um er að ræða langvinna lungnateppu, krabbamein, næringarvandamál vegna öldrunar eða hjartabilun. Best er að neyta drykkjarins á milli mála, gjarnan í nokkrum smærri skömmtum yfir daginn. Drykkurinn er notaður samkvæmt ráðum læknis eða næringarfræðings. Hann hentar fullorðnum og börnum eldri en 5 ára. Má nota fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára ef varúðar er gætt. Hristist fyrir notkun. Best að nota kælt. Má frysta í ís. Resource 2.0+fibre með vanillubragði er með hlutlaust bragð og því auðvelt að nota drykkinn í matargerð.
SKAMMTAR
Samkvæmt fyrirmælum eða 1-2 flöskur á dag á milli mála.
Er hægt að nota sem eina næringargjafann. Úr 4 flöskum fæst
ráðlagður dagsskammtur af vítamínum og steinefnum fyrir fullorðna og aldraða.*
GEYMSLA
Geyma skal óopnaðar pakkningar við stofuhita. Geyma skal
opnaðar pakkningar lokaðar í kæliskáp og nota innan sólarhrings.
Allar bragðtegundir
Vatn, glúkósasíróp, mjólkurprótein, jurtaolía, galaktósafásykrur, súkrósi*, ávaxtafásykrur, steinefni (kalíum, natríum, klóríð, fosfór, magnesíum, kalsíum, járn, sink, mangan, kopar, flúor, króm, joð, mólýbden, selen), ýruefni (E471, E472e), bragðefni, vítamín (C, E, níasín, pantótensýra, B6, A, B1, B2, fólínsýra, K, bíótin, D) sýrustillir (E525).
*Ekki í vanillubragði
Eftir bragðtegund
- Apríkósu – litarefni betakaróten og E120
- Jarðarberja – litarefni E120
- Trönuberja – litarefni E120
- Vanilla – bragðefnið inniheldur sætuefni E950
- Kaffi – litarefni E150c
- Súkkulaði - kakóduft (1,3%)