NOTKUN
Resource 2.0+fibre drykkurinn er ætlaður sem næringarmeðferð við sjúkdómstengdri vannæringu. Hann hentar vel vannærðum sjúklingum sem eiga erfitt með að borða og drekka mikið magn, t.d. ef um er að ræða langvinna lungnateppu, krabbamein, næringarvandamál vegna öldrunar eða hjartabilun. Best er að neyta drykkjarins á milli mála, gjarnan í nokkrum smærri skömmtum yfir daginn. Drykkurinn er notaður samkvæmt ráðum læknis eða næringarfræðings. Hann hentar fullorðnum og börnum eldri en 5 ára. Má nota fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára ef varúðar er gætt. Hristist fyrir notkun. Best að nota kælt. Má frysta í ís. Resource 2.0+fibre með vanillubragði er með hlutlaust bragð og því auðvelt að nota drykkinn í matargerð.
SKAMMTAR
Samkvæmt fyrirmælum eða 1-2 flöskur á dag á milli mála. Er hægt að nota sem eina næringargjafann. Úr 4 flöskum fæst ráðlagður dagsskammtur af vítamínum og steinefnum fyrir fullorðna og aldraða.*
GEYMSLA
Geyma skal óopnaðar pakkningar við stofuhita. Geyma skal opnaðar pakkningar lokaðar í kæliskáp og nota innan sólarhrings.