Sérhannaður næringardrykkur fyrir aldraða. Resource Activ er næringarmikill, heildstæður næringardrykkur sem er sérstaklega þróaður með næringarþarfir aldraðra í huga, t.d. í tengslum við sjúkdóma og eftir aðgerðir. Resource Activ er ríkur af kalsíum, D-vítamíni og próteinum sem er mikilvægt fyrir viðhald vöðvamassa og sterkra beina, en það eru þættir sem geta dregið úr hættu á falli og beinbrotum.
Klínískar rannsóknir hafa sýnt að D-vítamín viðbót upp á a.m.k. 700 IE á dag dregur úr hættu á falli og beinbrotum um u.þ.b. 20%.1,2 Þessari þörf mæta tvær flöskur af Resource Activ á dag sem gefa 1000 IE af D-vítamíni og 960 mg af kalsíum. Að auki inniheldur Resource Activ m.a. EPA og DHA úr fiskiolíu sem getur haft góð áhrif á hjarta- og æðastarfsemi auk trefja úr FOS og inúlíni sem stuðla að góðri þarmavirkni.