Sérhannaður næringardrykkur fyrir aldraða. Resource Activ er næringarmikill, heildstæður næringardrykkur sem er sérstaklega þróaður með næringarþarfir aldraðra í huga, t.d. í tengslum við sjúkdóma og eftir aðgerðir. Resource Activ er ríkur af kalsíum, D-vítamíni og próteinum sem er mikilvægt fyrir viðhald vöðvamassa og sterkra beina, en það eru þættir sem geta dregið úr hættu á falli og beinbrotum.
Klínískar rannsóknir hafa sýnt að D-vítamín viðbót upp á a.m.k. 700 IE á dag dregur úr hættu á falli og beinbrotum um u.þ.b. 20%.1,2 Þessari þörf mæta tvær flöskur af Resource Activ á dag sem gefa 1000 IE af D-vítamíni og 960 mg af kalsíum. Að auki inniheldur Resource Activ m.a. EPA og DHA úr fiskiolíu sem getur haft góð áhrif á hjarta- og æðastarfsemi auk trefja úr FOS og inúlíni sem stuðla að góðri þarmavirkni.
Resource Active Vanilla/Mangóbragð 4x200 ml.
Eini næringardrykkurinn á markaðnum sem er sérhannaður fyrir aldraða. Sérstaklega ríkur af próteinum, D-vítamíni og kalsíum. Viðheldur vöðva- og beinmassa, eflir sáragróanda. Getur komið í stað máltíðar. 4x200 ml.
Resource Activ er ætlað sem næringarmeðferð við sjúkdómstengdri vannæringu. Hentar einnig eldri sjúklingu sem þjást af eða eru í hættu á að þjást af vandamálum sem tengjast vannæringu, t.d. bein- og vöðvaverkjum, aukinni falltíðni, beinbrotum, sárum sem gróa illa, vöðvaniðurbroti og andlegum erfiðleikum. Hristist fyrir notkun. Má frysta í ís. Skal notað samkvæmt ráðleggingum læknis eða næringarfræðings. Gott að kæla fyrir notkun.
SKAMMTAR
Samkvæmt fyrirmælum, 1-2 flöskur á dag á milli mála eða sem eftirréttur.
GEYMSLA OG ENDING
Geyma skal óopnaðar pakkningar við stofuhita. Geyma skal opnaðar pakkningar lokaðar í kæliskáp og neyta innan sólarhrings.
Allar bragðtegundir
Vatn, mjólkurprótein, glúkósasíróp, jurtaolía, súkrósi, inúlín, ávaxtafásykrur, steinefni (kalíum, kalsíum, klóríð, natríum, magnesíum, sink, járn, kopar, joð, selen, mangan, króm, mólýbden, flúor), fiskiolía, ýruefni (E 471), bragðefni, kólín, vítamín (C, E, D3, A, pantótensýra, níasín, B6, B1, B2, fólínsýra, K1, bíótin, B12), bindiefni (E407), L-karnitín, tárín, sýrustillir (E525).
Eftir bragðtegund
- Vanilla – litarefni E160a
- Jarðarber – litarefni E120
- Karamella – litarefni E150d