Florealis Smaronia - við þurrki og sýkingum í leggöngum 7x5ml.

Smaronia™ er einstök meðferð við leggangaþurrki. Þykkir legslímhúð, linar sársauka við samfarir og önnur óþægindi sem geta tengst tíðarhvörfum. Inniheldur jurtaefni sem bæta og viðhalda heilbrigði legganga.

Vörunúmer: 10148365
+
3.598 kr
Vörulýsing

Smaronia™ hefur hlotið viðurkennda virkni og er ætlað til meðferðar á leggangaþurrki, slímhúðarrýrnun og öðrum óþægindum á kynfærasvæði kvenna (kláða, sviða, sársauka við samfarir). Smaronia róar, smyr, nærir og veitir raka sem saman stuðla að því að bæta og viðhalda heilleika slímhúðar. 

Smaronia™ varðveitir náttúrulegan raka legslímhúðar með því að mynda varnarhimnu yfir viðkomandi svæði. Himnan verndar svæðið frá ertandi efnum og árásum sýkla úr umhverfinu, en tíðni sýkinga í leggöngum eykst um og eftir tíðahvörf.

Smaronia™ er margprófað og sýna niðurstöður klínískra og forklínískra rannsókna að um er að ræða áhrifaríka meðferð við kláða, þurrki og særindum í leggöngum ásamt því að bæta heilbrigði slímhúðar.

Notkun

Notist í leggöng, helst útafliggjandi fyrir svefn. Þvo skal hendur fyrir notkun. Endi túpusprotans er snúinn af. Allur túpusprotinn er settur inn í leggöng þar sem túpan er tæmd alveg og henni haldið samanklemmdri á meðan sprotinn er dreginn út. Ein túpa er notuð daglega í minnst 7 daga, í alvarlegri tilfellum í allt að 21 dag. Til að viðhalda verkuninni er ráðlagt að nota Smaronia þriðja hvern dag eftir það eða eftir þörfum. Sumar konur upplifa vægan sviða í upphafi meðferðar sem hverfur þegar líður á meðferðina. Engar þekktar milliverkanir eru við lyf eða aðrar vörur.

Innihald

SIAB er einstakt efnasamband myndað úr silfurjónum* tengdum silikondíoxíð míkrókristöllum. Það myndar örverudrepandi varnarhjúp sem viðheldur raka í slímhúð legganga, veitir vörn gegn ertandi efnum og örverum og myndar þar með kjöraðstæður fyrir slímhúðina að endurnýja sig.

Rauðsmári (red clover) inniheldur efnasambönd sem stuðla að þykknun og auknum teygjanleika slímhúðar. Þar með róar, smyr og nærir slímhúðina. Jurtaútdrátturinn inniheldur plöntuestrógena.

Hýalúrónsýra er afburða rakagjafi ásamt því að hún styður við myndun varnarhjúpsins.

*Rannsóknir sýna að silfurjónir í SIAB sambandinu frásogast ekki um húð, hvorki heila húð né rofna. Varan inniheldur 0.007% míkrósilfurjónir

Tengdar vörur