Solaray E vítamín 400iu 50 hylki

E vítamín er mikilvægt fyrir hjarta og æðakerfi, getur unnið á móti ákveðnum tegundum krabbameins. Það ver frumur líkamans ótímabærri öldrun og er mikilvægt heilbrigðri húð. Solaray Dry E, sérhannað fyrir þá sem þola illa olíu eða fitu. Vítamínið er í þurru formi og fitulaust. 

Vörunúmer: 10082968
+
3.779 kr
Vörulýsing

Solaray Dry E, sérhannað fyrir þá sem þola illa olíu eða fitu. Vítamínið er í þurru formi og fitulaust. E-vítamín er fituleysanlegt en ólíkt öðrum fituleysanlegum vítamínum geymist það stuttan tíma í líkamanum. E-vítamín aðstoðar við súrefnisflutning, bætir blóðrásina og hefur æðaútvíkkandi áhrif. Það er náttúrulegur storkuvari og blóðsegaleysir og vinnur því gegn æðakölkun. E-vítamín er öflugt þrávarnarefni fyrir ómettaðar fitusýrur, kynhormóna og fituleysanleg vítamín sem vilja eyðileggjast í líkamanum vegna súrefnis. Hæfileiki þess til að verja frumur líkamans gegn stakeindum gerir það að öflugu andoxunarefni.

  • E-vítamín er andoxunarefni sem heldur sindurefnum í skefjum og styrkir þar af leiðandi ónæmiskerfið sem getur dregið úr eyrnabólgu. 
  • Ef heyrnarskerðing tengist útsetningu fyrir hávaða getur verið gott að taka E-vítamín.

Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.

Notkun

Eitt hylki á dag með mat eða glasi af vatni.

Innihald

E vitamin

Tengdar vörur