Solaray

Solaray var stofnað árið 1973 og er í dag einn virtasti bætiefnaframleiðandi í Bandaríkjunum. Merkið stendur fyrir gæði og heiðarleika. Allar vörur fara í gegn um strangar gæðaprófanir og innihalda bara það sem stendur á miðanum.  Línan er mjög breið og skiptist niður í nokkra flokka sem má þekkja á lit loksins.

Hvíta lokið
Inniheldur öll almenn bætiefni. Vítamín, steinefni og ýmsar bætiefnablöndur.

Bláa lokið
Fyrsta línan sem Solaray framleiddi. Jurtablöndur ásamt hómópatasöltum.

Fjólubláa lokið
Jurta extrakt. Virku efnin úr jurtinni einangruð að ákveðnum styrkleika úr plöntuhlutanum.

Græna lokið
Jurtabætiefni úr heilum jurtum. T.d. unnið úr rót, stöngli og blómum.

Svarta lokið
Ayurvedískar jurtir. Úr indversku lækningahefðinni.

Gula lokið
Lífrænt ræktaðar jurtir án aukaefna.