Reishi lækningasveppirnir eru þeir sem hafa mest allra verið rannsakaðir. Komið hefur í ljós að þeir hafa mjög mikil heilsubætandi áhrif á breiðu sviði. Reishi sveppir geta haft jafnandi áhrif á ónæmiskerfið og eru góð hjálp í baráttu við sjálfsónæmissjúkdóma, t.d. ýmsa gigigtarsjúkdóma. Þeir geta haft bólgueyðandi áhrif, geta hjálpað til við að lækka kólesteról, eru taldir styrkjandi fyrir lungu og geta því hjálpað við berkjubólgu, lungnabólgu og fl. Reishi hafa gagnast vel við ýmiskonar ofnæmi, eru taldir styðja við heilbrigða virkni smáþarma og hafa gagnast við frjósemisvandamálum, bæði hjá konum og körlum.
Reishi sveppir henta ekki börnum undir 2ja ára aldri. Sá sem tekur ACE hemla, sem eru ákveðin tegund blóðþrýstingslyfja ætti ekki að nota Reishi sveppi. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti, ættu að ráðfæra sig við lækni eða grasalækni áður en inntaka hefst. Aukaverkanir ekki þekktar.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.