Setjið hæfilegt magn af Mjúk líkamsskrúbb á þurra húð og dreifið um líkamann með mjúkum hringlaga hreyfingum. Hreinsið með volgu vatni og þurrkið húðina létt með handklæði. Það er ekki þörf á að nota líkamskrem eftir notkun á Mjúk því húðin verður silkimjúk eftir notkun. Hentar öllum húðgerðum. Forðist að varan komist í augu.
Sóley Mjúk líkamsskrúbbur
Mjúk er tveggja þátta líkamsskrúbbur unninn úr hraunsandi af Reykjanesi og magnesíum súlfat salti. Með þessum tveimur ólíku gerðum af skrúbbkornum í mismunandi kornastærðum næst mun jafnari og betri djúphreinsun á líkamann. Mjúk er rakabomba sem inniheldur villtar íslenskar jurtir og hreinar ilmkjarnaolíur sem bæta þéttleika og ásýnd húðarinnar.
Ingredients/coctab: Magnesium sulfate, Caprylic/Capric triglyceride, Volcanic sand, Prunus amygdalus dulcis (almond) oil, Cetearyl alcohol, Cocos nucifera (coconut) oil, Ricinus communis (castor) seed oil, Persea gratissima (avocado) oil, Argania spinosa (argan) kernel oil, Glyceryl stearate SE, Glyceryl stearate citrate, Simmondsia chinensis (jojoba) seed oil, Betula pubescens twig (birch) extract, Achillea millefolium (yarrow) extract, Rhus verniciflua peel cera, Arctostaphylos uva ursi (bearberry) leaf extract, Boswellia carteri (frankincense) oil, Ascorbyl palmitate, Salix phylicifolia bark/leaf (willow) extract, Tocopherol, Helianthus annuus (sunflower) seed oil, Glyceryl caprylate, Limonene. COSMOS NATURAL Certified by Ecocert Greenife according to COSMOS Standard. 100% natural origin of total.