Wortie vörtu plástrar 15 stk.

Wortie plástrarnir eru lækningatæki sem henta til meðferðar á algengum vörtum (verruca vulgaris) og fótvörtum (verruca plantaris). Plástrarnir innihalda óblandaða sýru sem fjarlægir vörtur og fótvörtur.  Sýran leysir upp ysta lag húðarinnar og örvar endurnýjun hennar. Ný heilbrigð húð myndast og vartan minnkar og hverfur.

Vörunúmer: 10161006
+
1.649 kr
Vörulýsing

Ráðlagt er að nota plásturinn í heilan dag eða yfir nótt (8 -12 klst) og svo fjarlægja hann. Endurtaka meðferðina alla daga/nætur þar til að vartan er algjörlega horfin. Ráðlagður meðferðartími er 7-14 dagar. Plakkinn inniheldur 15 plástra (9x9mm) úr 100% bómull með 40% salisýlsýru. Plástrana má nota fyrir 4 ára og eldri. 

Tengdar vörur