Angan

ANGAN er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki. Markmiðið er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan angan. Vörurnar eru byggðar á íslensku sjávarsalti sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu á Vestfjörðum og er einstaklega steinefnaríkt. Einnig notum við íslenskar jurtir, sjávargróður og lífrænar olíur. Vörurnar eru án allra aukaefna og gerðar úr 100% hreinum innihaldsefnum.