ANGAN er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki. Markmiðið er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm.
Angan saltskrúbburinn er ein af fyrstu vörum Angan og inniheldur íslenskt sjávarsalt sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu hjá Saltverk á Reykjanesi. Saltið er gífurlega mjúkt og steinefnaríkt sem hentar einstaklega vel í húðvörur. Saltið er streitulosandi, djúphreinsandi, eykur blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar svo fátt eitt sé nefnt.
Fjallagrösin í saltskrúbbnum eru handtýnd víðs vegar um landið. Fjallagrös eiga sér langa og sterka sögu á Íslandi frá Landnámi og hafa þau verið notuð meðal annars til lækninga. Fjallagrösin hafa bakteríudrepandi eiginleika, eru mýkjandi og græðandi. Í skrúbbnum er einnig að finna hágæða lífrænar olíur sem gefa húðinni einstaka mýkt og raka. Fínmalað saltið hreinsar í burtu dauðar húðfrumur og opnar húðina svo hún sýgur í sig raka og skilur húðina eftir silkimjúka. Ilmurinn af skrúbbnum er ferskur með lífrænum ilmkjarnaolíum.
Magn: 300 gr.