Evolve
EVOLVE er stofnað 2009 og var markmið vörumerkisins að framleiða gæða húðvörur sem virka, eru góðar fyrir húðina en jafnframt umhverfið líka. Notast er við einstök innihaldsefni og það besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Vörurnar eru COSMOS vottaðar lífrænar eða náttúrulegar. EVOLVE trúir því að lífræn innihaldsefni séu betri fyrir jarðveginn og þig, þar sem þau eru ræktuð án skordýraeiturs.
Lífræn innihaldsefni innhalda meira af vítamínum , andoxunarefnum og steinefnum sem gerir vörurnar einstaklega nærandi og áhrifaríkar fyrir húðina okkar. Einnig er EVOLVE með vottanir frá Leaping Bunny og Vegan Society, en vörurnar eru allar 100% vegan. Síðast en ekki síst er EVOLVE með B Corp vottun sem þýðir að fyrirtækið hefur farið í gegnum mikið og strangt ferli þar sem lagt er mat á heildina, ekki bara vörurnar heldur líka fyrirtækið sjálft og hvernig það stendur sig gagnvart umhverfinu og samfélaginu.