BIOEFFECT EGF Serum 15 ml.

BIOEFFECT EGF Serum húðdroparnir eru byltingakennd húðvara sem dregur úr hrukkum og fínum línum og færir húðinni góðan raka. Droparnir bæta einnig áferð húðarinnar og gefa henni ljóma. BIOEFFECT EGF Serum inniheldur prótínið EGF sem unnið er úr plöntum í gróðurhúsi BIOEFFECT.  Hvað er hrein vara? Nánar hér

Vörunúmer: 10133962
+
15.990 kr
Vörulýsing

Byltingarkenndir EGF húðdropar sem eru þróaðir með aðferðum plöntulíftækni.

Vísindalega þróað serum sem fyrirbyggir og vinnur á sýnilegum öldrunarmerkjum húðar. Inniheldur okkar einstaka BIOEFFECT EGF – endurnærandi og rakabindandi vaxtarþáttur sem gegnir mikilvægu hlutverki við að efla rakabindingu, auka þéttleika og viðhalda sléttri og heilbrigðri ásýnd. Klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt að EGF Serum eykur raka, dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína og þéttir húðina. Upplifðu hámarksárangur með hreinni húðvöru sem inniheldur aðeins 7 náttúrulega virk efni.

  • Dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína
  • Eykur og viðheldur raka í húðinni
  • Þéttir og sléttir húðina
  • Jafnar áferð og húðlit
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Aðeins 7 innihaldsefni
  • Aðeins þörf á 2-4 dropum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Án rotvarnarefna
  • Prófað af húðlæknum
Notkun

Berið 2-4 dropa á andlit og háls á hverju kvöldi.

Innihald
  • BIOEFFECT EGF — Rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. BIOEFFECT EGF hjálpar til við að örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
  • Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
  • Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
  • Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti
GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Tengdar vörur