Eiginleikar og áhrif
Rakagefandi, verndandi og endurnærandi formúla fyrir þurrar og þreyttar hendur.
EGF Hand Serum nærir og mýkir þurrar og þreyttar hendur og skilur við þær silkimjúkar eftir hverja notkun. Þessi öfluga formúla var sérstaklega þróuð til að efla ysta varnarlag húðarinnar og sjá húðinni fyrir umsvifalausum en langvarandi raka.
Áferðin á EGF handseruminu er silkimjúk og gelkennd og gengur vel inn í húðina. Handserumið inniheldur EGF úr byggi, áhrifaríkt boðskiptaprótín sem getur eflt hæfni húðarinnar við að draga til sín og viðhalda raka. Heilbrigt rakastig getur stuðlað að þéttari og sléttari ásýnd. Fyrir vikið er EGF Hand Serum sérstaklega kjörið fyrir þurrar eða þroskaðar hendur. Handserumið inniheldur einnig níasínamíð, seramíð og þykkni úr byggfræjum sem geta aukið hæfni húðarinnar við að verjast skaðlegum utanaðkomandi áhrifum auk þess að vera róandi fyrir erta húð. Níasínamíð, einnig þekkt sem B3 vítamín, stuðlar að því að bæta áferð og jafna húðlit auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína. Að auki inniheldur handserumið hýalúronsýru og díglýserín sem hjálpar við að viðhalda heilbrigðu rakastigi og veita húðinni umsvifalausan en langvarandi raka.
EGF Hand Serum hentar vel til daglegra nota, einkum fyrir þurrar, sprungnar eða þreyttar hendur. Hendur þínar eiga skilið allt það sem EGF Hand Serum hefur fram að færa.
- Eykur raka og eflir rakabindingu
- Stuðlar að sterkara varnarlagi húðar
- Dregur úr ásýnd litabreytinga
- Bætir og jafnar húðlit
- Verndar gegn skaðlegum utanaðkomandi umhverfisáhrifum
- Gerir húðina þéttari og sléttari ásýndar
- Hentar viðkvæmri húð
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
- Prófað af húðlæknum