BIOEFFECT EGF Hand Serum 40 ml.

Nýtt handserum sem verndar, nærir og mýkir húð á höndum. Handserumið inniheldur kraftmikil og áhrifarík innihaldsefni, þar á meðal okkar einstaka EGF úr byggi, en einnig níasínamíð, seramíð og hýalúronsýru sem hjálpa til við að næra þurrar og sprungnar hendur, efla ysta varnarlag húðarinnar og draga úr ásýnd litabreytinga. Þetta silkimjúka handserum gengur vel inn í húðina og skilur við hana mjúka og nærða.

Vörunúmer: 10168681
+
4.990 kr
Vörulýsing

Eiginleikar og áhrif
Rakagefandi, verndandi og endurnærandi formúla fyrir þurrar og þreyttar hendur.

EGF Hand Serum nærir og mýkir þurrar og þreyttar hendur og skilur við þær silkimjúkar eftir hverja notkun. Þessi öfluga formúla var sérstaklega þróuð til að efla ysta varnarlag húðarinnar og sjá húðinni fyrir umsvifalausum en langvarandi raka.

Áferðin á EGF handseruminu er silkimjúk og gelkennd og gengur vel inn í húðina. Handserumið inniheldur EGF úr byggi, áhrifaríkt boðskiptaprótín sem getur eflt hæfni húðarinnar við að draga til sín og viðhalda raka. Heilbrigt rakastig getur stuðlað að þéttari og sléttari ásýnd. Fyrir vikið er EGF Hand Serum sérstaklega kjörið fyrir þurrar eða þroskaðar hendur. Handserumið inniheldur einnig níasínamíð, seramíð og þykkni úr byggfræjum sem geta aukið hæfni húðarinnar við að verjast skaðlegum utanaðkomandi áhrifum auk þess að vera róandi fyrir erta húð. Níasínamíð, einnig þekkt sem B3 vítamín, stuðlar að því að bæta áferð og jafna húðlit auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína. Að auki inniheldur handserumið hýalúronsýru og díglýserín sem hjálpar við að viðhalda heilbrigðu rakastigi og veita húðinni umsvifalausan en langvarandi raka.

EGF Hand Serum hentar vel til daglegra nota, einkum fyrir þurrar, sprungnar eða þreyttar hendur. Hendur þínar eiga skilið allt það sem EGF Hand Serum hefur fram að færa.

  • Eykur raka og eflir rakabindingu
  • Stuðlar að sterkara varnarlagi húðar
  • Dregur úr ásýnd litabreytinga
  • Bætir og jafnar húðlit
  • Verndar gegn skaðlegum utanaðkomandi umhverfisáhrifum
  • Gerir húðina þéttari og sléttari ásýndar
  • Hentar viðkvæmri húð
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Prófað af húðlæknum
Innihald

EGF úr byggi – Endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín, eða svokallaður vaxtarþáttur, sem vísindateymið okkar framleiðir úr byggplöntum. EGF úr byggi getur eflt hæfni húðarinnar við að draga til sín og viðhalda raka. Jafnara rakastig og aukinn raki í húðlögunum viðheldur þykkri og þéttri ásýnd húðarinnar. EGF úr byggi styður einnig við framleiðslu húðarinnar á kollageni, elastíni og hýalúronsýru og stuðlar því að sléttri og heilbrigðri ásýnd.

Hýalúronsýra – Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka.

Níasínamíð – Einnig þekkt sem B3 vítamín. Bætir áferð, jafnar húðlit og eykur ljóma auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína. Stuðlar að sterkara varnarlagi húðar.

Seramíð – Veitir djúpan raka og kemur jafnvægi á rakastig. Eflir auk þess virkni ysta varnarlags húðarinnar og hefur því verndandi áhrif gegn skaðlegum utanaðkomandi áhrifum, svo sem af völdum veðurs eða mengunar.

Glýserín –Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn – Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Full Ingredient List
WATER (AQUA), DIGLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, NIACINAMIDE, PHENOXYETHANOL, GLYCERIN, CARBOMER, BUTYLENE GLYCOL, GLYCOSPHINGOLIPIDS, SODIUM HYALURONATE, SODIUM HYDROXIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan vel

Tengdar vörur