BIOEFFECT Imprinting Eye Mask

Nærandi augnmaski fyrir viðkvæmu húðina umhverfis augun. Hýalúronsýra og glýserín veita húðinni mikinn og djúpvirkan raka auk þess að draga úr þrota. Gelkennd áferðin hefur bæði kælandi og róandi áhrif. Augnmaskinn er sérstaklega þróaður til að hámarka virkni EGF í vörum BIOEFFECT. Eiginleikar og áhrif, Róar, mýkir, þéttir og nærir.

Vörunúmer: 10166717
+
4.290 kr
Vörulýsing

Imprinting Eye Mask veitir húðinni umsvifalausan og djúpvirkan raka auk þess að þétta hana, slétta og mýkja. Augnmaskinn inniheldur hýalúronsýru og glýserín í ríku magni – tvö áhrifarík og náttúruleg efni sem auka ljóma og efla hæfni húðarinnar til að viðhalda raka.

Augnmaskinn er sérstaklega þróaður til að efla og hámarka áhrif EGF Eye Serum. EGF er prótín sem hefur mesta virkni í röku umhverfi. Þeim mun lengur sem yfirborð húðarinnar helst rakt, því meiri verða áhrifin. Þegar Imprinting Eye Mask er notaður með EGF Eye Serum skapast kjöraðstæður fyrir EGF sem hámarkar áhrif og virkni prótínsins.

Imprinting Eye Mask inniheldur aðeins 13 hrein og örugg efni, sérvalin af vísindateymi Bioeffect. Augnmaskinn er vatnsleysanlegur og niðurbrjótanlegur.

  • Dregur úr þrota og þreytumerkjum
  • Endurnærir og veitir djúpvirkan raka
  • Þéttir og sléttir húðina umhverfis augun
  • Kælandi og róandi gelmaski
  • Hámarkar virkni EGF
  • Vatnsleysanlegur og niðurbrjótanlegur
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
Notkun

Berið EGF Eye Serum eða BIOEFFECT serum að eigin vali á húðina. Opnið maskann varlega, fjarlægið gagnsæju filmuna og leggið einn maska undir hvort auga, með gelhliðina að húðinni. Fjarlægið hvítu filmuna og leyfið maskanum að vera á húðinni í 15 mínútur. Fjarlægið og nuddið því serumi sem eftir situr inn í húðina. Má nota kvölds og morgna. Notið 2-3 í viku til að ná hámarksárangri.

Tengdar vörur