Blephadex hvarmabólgu blautklútar 30 stk.

Milljónir manna þjást af kláða, óþægindum og bruna-tilfinningu í augum en hreinlæti á augum gleymist oft sem mikilvægur þáttur í daglegu hreinlæti hjá fólki.
Blephadex™ Eyelid blautklútar og froða er sérhönnuð vara til að hreinsa augnlok og með einkaleyfi fyrir sérstakri blöndu af Tea Tree og Coconut olíum. Þessi róandi blanda gerir það auðvelt að hreinsa og nudda augnlokin, hún róar ertingu og eykur raka á þessu svæði.

Vörunúmer: 10146841
+
4.619 kr
Vörulýsing

Læknar mæla með Blephadex™
• Klínískt sannað að virki
• Auðvelt í notkun
• Róar og gefur raka
• Má nota daglega
• Hreinsar olíur og húðflögur
• Má einnig nota til að hreinsa farða
• Örvar starfsemi í fitukirtlum

Notkun
 • Blephadex™ einu sinni á dag þýðir að þú færð sömu meðferð heima eins og er notuð á læknastofum um allan heim. Rannsóknir staðfesta gæði og árangur formúlunnar sem þýðir að þú færð það sem sem stendur á pakkanum, þar á meðal aðeins hreinustu olíur úr Tee tree og kókos.
 • Blephadex™ formúlan er laus við rotvarnarefni. Formúlan er náttúruleg með te tré- og kókos olíu sem er sérstaklega þróuð til að hreinsa augnhárin, augnlok og andlit án skaðlegra efna eða brennandi tilfinningu.
 • Innihaldsefni í Blephadex™ er ítarlega rannsakað um allan heim og staðfesta rannsóknir árangur á augum, húð og heilsu.
 • Læknar mæla með Blephadex™ og hefur varan virkað vel sem meðferð gegn augnmítlum sem oft er leyndur vandi og orsök ýmissa vandamála í augum.
Innihald

Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Hann er talinn vera ofnæmi fyrir bakteríum sem við erum öll með á hvörmunum. Ofnæmið veldur bólgu í hvörmum, með roða og þrota sem truflar oft starfsemi fitukirtla. Fiturkirtlarnir búa til fitubrák ofan á tárunum svo þau haldist og smyrji næganlega, annars gufa tárin hratt upp og renna niður kinnarnar. Því eru þurr augu oft fylgifiskur hvarmabólgu.

Hvarmabólga getur einnig valdið augnloksþrymlum eða vogris og þá geta lyf einnig stuðlað að hvarmabólgu t.d. sum krabbameinslyf og húðþrymlalyf en hvarmabólga er afar algeng í ýmsum húðsjúkdómum, s.s. flösuexemi og rósroða, enda eru hvarmarnir húðfellingin í kringum augun.

Helstu einkenni hvarmabólgu:

 • Sviði
 • Óskýr sjón
 • Aðskotahlutstilfinning, pirringur
 • Smákláði
 • Roði í hvörmum og augum
 • Óþægindi í augum eftir tölvuvinnu, lestur eða við áhorft á sjónvarp
 • Bjúgur á hvörmum


Oft er erfitt að greina á milli einkenna hvarmabólgu og þurra augna. Þurr augu og hvarmabólga koma oft fram saman og þarf því oft að meðhöndla hvort tveggja. Daglegt hreinlæti á augum er afar mikilvæg í bland við heita bakstra fyrir árangursríka meðferð á mismunandi augnvandamálum eins og hvarmabólgu, þurrum augum, slími vegna ofnæmis o.fl. Blephaclean og Blephagel eru klínískt viðurkenndar vörur sem virka vel og létta fólki lífið.

Tengdar vörur