30 stk eru í pakkanum sem dugar í 15 daga ef notaður er sami styrkleiki í bæði augu. Linsurnar fást styrkleikum frá -7,00 til +3,50.
Ráðleggingar um notkun augnlinsa:
- Vera ávallt með hreinar hendur þegar linsa er sett í augu og tekin úr.
- Alltaf fara eftir leiðbeiningum framleiðanda.
- Alltaf nota nýjan vökva fyrir hreinsun og geymslu.
- Skipta þarf um linsubox reglulega og halda því hreinu og þurru á milli notkunar.
- Mælt er með að setja linsur í áður en annað er sett á augnsvæðið.
- Mælt er með að nota sundgleraugu ef synt er með linsur.
- Ekki sofa með linsur.
- Fjarlægið linsur úr augum og hvílið ef þreyta eða pirringur myndast.
Spurningar og svör
- Skaða linsur augun?
Nei, linsurnar eru hannaðar til að auka sjónina ekki gera hana verri.
- Eru óþæginlegt að hafa linsur?
Nei, linsur eins og Clearlii eru hannaðar til að veita raka yfir daginn, falla vel að augunum og eru mjög mjúkar.
- Má þvo linsurnar með vatni?
Nei, aldrei þvo linsur með vatni, það gerir þær þurrar og hrjúfar. Einnig eru bakteríur í vatni sem geta valdið óþægindum.
- Má vera með linsur á æfingum?
Já, það er t.d mjög gott fyrir íþróttafólk að vera með linsur á æfingum.