Guli Miðinn B-12 með fólinsýru og B-6 90 töflur

B-12 vítamín inniheldur B12, B6 og fólinsýru, en þessi blanda virðist vinna einstaklega vel saman í líkamanum til að koma jafnvægi á homosystein í blóðinu. Vítamín B-12 eða kóbalamín er vatnsleysanlegt vítamín. B-12 er nauðsynlegt fyrir heilbrigðan vöxt fruma, frumuskiptingu, heilbrigði tauga, húðar og slímhúðar, B-12 er einnig mikilvægt fyrir eðlilega blóðmyndun. c

Vörunúmer: 10047083
+
1.056 kr
Vörulýsing

Þessi blanda B vítamína hefur mikið verið rannsökuð í sambandi við ýmsa heila og taugasjúkdóma og niðurstöðurnar verið afgerandi góðar þeim í hag. B-12 er nauðsynlegt fyrir efnaskipti próteina, fitu og kolvetna. Það er nauðsynlegt fyrir allan frumuvöxt, sérstaklega í meltingarfærum, beinmerg og taugavefjum. C-vítamín, B-6 og önnur B-vítamín auka frásog þess í líkamanum, einnig kalíum og natríum.

B-12 þolir illa hita og skemmist við suðu, einnig draga tóbak, áfengi, kaffi og ýmis lyf úr frásogi sem og skortur á járni og B-6. Frásog B-12 virðist jafnframt minnka með aldrinum.

Skorts einkenni eru aðallega blóðleysi, þreyta, aukin sýkingarhætta, aukning á marblettum, skert hreyfigeta í útlimum, minnistap, sjóntruflanir og rugluð hugsun. Grænmeti er mjög snautt af B-12 vítmíni því þurfa grænmetisætur sérstaklega að passa sig á að taka B-12 í fæðubótarformi.

Tengdar vörur