Guli Miðinn Með barni 90 hylki

Með Barni er sérhönnuð blanda fyrir konur sem eru barnshafandi eða eru að reyna að verða óléttar.

Vörunúmer: 10056183
+
3.296 kr
Vörulýsing

Barnshafandi konum er ráðlagt að tryggja að fæða þeirra innihaldi öll nauðsynleg næringarefni, ekki síst þau sem eru sérstaklega mikilvæg heilsu barnsins, eins og kalk, járn og fólínsýra. Nýlegar vísindarannsóknir benda til að jafn nauðsynlegt sé að tryggja nóg af ákveðnum fjölómettaðum fitusýrum til að hjálpa við uppbyggingu heila fóstursins, og fitusýrur hafa líka sýnt minni líkur á fæðingarþunglyndi hjá móðurinni.

Með barni er fjölþætt bætiefni fyrir verðandi mæður og konur með barn á brjósti. Þetta bætiefni inniheldur þau vítamín og steinefni sem nauðsynleg eru bæði móður og barni. Mikilvægt er að barnshafandi konur taki fólínsýru, því skortur á fólínsýru getur leitt til þess að barnið fæðist með klofinn hrygg. Heilbrigðisyfiröld mæla með því að barnshafandi konur taki 400 µg af fólínsýru daglega alla meðgönguna. Mikilvægt er að byrja sem fyrst eftir getnað að taka hana inn. 3 töflur af Með barni innihalda 400 mcg af fólínsýru.

Athugið að hver tafla af Með barni í Gula miðanum inniheldur 400 mcg af A vítamíni sem Beta karótín sem er innan við 4% af ráðlögðum dagskammti. Engin hætta er á ofskömmtun á A vítamíni þegar það er í formi Beta karótíns.

Tengdar vörur