Guli Miðinn Mega omega 3, 80 hylki

Mega Omega-3 í Gula miðanum er auðugt af omega 3 fitusýrurm bæði EPA og DHA. Omega-3 fitusýrur skiptast í EPA (eikósapentanósýru) og DHA (dokósahexanó-sýru). Það er löngu þekkt að EPA gegnir mikilvægu hlutverki í styrkingu á kransæðakerfinu, þ.e. haldi kransæðunum “hreinum” og minnki líkur á hjartasjúkdómum. 

Vörunúmer: 10077161
+
2.266 kr
Vörulýsing

DHA hefur góð áhrif á heilastarfsemi og sjón. Einnig hefur það sýnt sig að Omega 3 hjálpar til við að halda húðinni sléttri og rakafullri. Omega 3 stuðlar að góðu andlegu jafnvægi og er bólgueyðandi sem hjálpar til við að halda liðunum mjúkum. Omega-3 er einstaklega mikilvægt fyrir barnshafandi konur, en rannsóknir benda til að taugakerfi barna sé þroskaðra við fæðingu, taki konur inn omega-3 undir meðgöngu. Mega Omega 3 í Gula miðanum er framleidd úr fiskmeti og í það er bætt E-vítamíni til náttúrulegrar rotvarnar.