Bóluplásturinn er úr hydrocolloid, mildu læknisfræðilegu geli sem dregur í sig vökva, ásamt öndunarhæfri pólýúretanfilmu sem bakhlið. Hydrocolloid var upphaflega hannað til notkunar sem læknisplástur eða sárabindi. Það hefur gel-lag sem inniheldur vanalega pektín eða gelatín ásamt öðrum innihaldsefnum sem laða að sér vatn og drekka í sig vökva, eins og gröft.
Þegar hydrocolloid dregur í sig vökva eða gröft, breytist plásturinn úr gegnsæjum í hvítan, sem er allt óhreinindi sem var dregið úr bólunni. Plásturinn er því hannaður til að vernda bólur gegn bakteríum og vökva og hjálpar einnig til við að hreinsa bóluna með því að draga óhreinindi úr henni.
Plástrana má nota á meðgöngu og með barn á brjósti. Þó er alltaf gott að ráðfæra sig við lækni.