Fólinsýra (fólat) eða B-9 stuðlar að eðlilegri orkuvinnslu og styður við heilbrigða starfsemi taugakerfisins. Fólinsýra gegnir mikilvægu hlutverki fyrir alla aldurshópa en skortur á því getur valdið blóðleysi. Einnig gegnir fólinsýra stóru hlutverki við efnakskipti amínósýrunnar homocysteine sem skiptir miklu máli fyrir heilbrigt hjarta- og æðakerfi.
Hveitigras er algjör ofurfæða sem hjálpar líkamanum að byggja sig upp og hreinsa. Hveitigras inniheldur meiri blaðgrænu en nokkuð annað grænmeti, en blaðgræna stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum og styður við heilbrigði blóðrásarkerfisins. Hveitigras er einnig ríkt af steinefnum, vítamínum og andoxunarefnum.
Þessi blanda inniheldur engin uppfylliefni og er vegan.