Better You B12 Boost munnúði 25 ml. #48 skammtar

B12 Boost er bragðgóður munnúði sem hentar öllum. B12 vítamín er gríðarlega mikilvægt og gegnir það margvíslegu hlutverki í líkama okkar. Það er m.a. nauðsynlegt fyrir skiptingu frumnanna en rauðu blóðkornin eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér oftast og því veldur B12-vítamínskortur blóðleysi.

Vörunúmer: 10120980
+
2.999 kr
Vörulýsing

B12-vítamín er nauðsynlegt fyrir nýmyndun tauganna og spilar það því stórt hlutverk í að halda taugakerfinu okkar í lagi sem og heilastarfseminni.

Í ljósi þess að B12 skortur tengist oft vandamálum í meltingarvegi er best að taka það í formi munnúða eins og B12 Boost frá Better You er.  Upptaka á B12 gegnum slímhúð í munni er örugg og áhrifarík leið til að tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12 vítamíni eða til að verja okkur fyrir B12 skorti.

Hvað veldur B12 skorti?
B12 er það vítamín sem flesta skortir á efri árum og oft er það vegna skorts á efninu „ Intrinsic Factor“ sem er mikilvægt prótein, framleitt í maganum og hjálpar til við upptöku. Það þýðir að þó svo að við borðum dýraafurðir eða tökum vítamínpillur, verður engin upptaka á B12 og við lendum í skorti. Óhófleg neysla áfengis, kaffis, kóladrykkja og nikótíns, notkun ýmissa lyfja, m.a. sýrubindandi lyfja og mikil eða langvarandi notkun sýklalyfja er meðal þess sem getur valdið okkur skorti.

Mataræðið skiptir miklu máli
B12 vítamín fáum við ekki í grænmeti eða jurtum og fáum við það að stærstum hluta úr matvælum sem koma úr dýraríkinu og þá aðallega kjöti, innmat, sjávarafurðum, eggjum, mjólk og osti. Grænmetisfæði (vegan) þar sem sneitt er hjá öllum dýraafurðum er af mörgum talinn afar heilbrigður lífstíll en rannsóknir hafa sýnt að fólk sem fylgir þessháttar mataræði getur lent í skorti á ákveðnum lífsnauðsynlegum vítamínum, steinefnum og fitusýrum . B12 er þar á meðal og er vel þekkt að grænmetisætur fái reglulega B12 sprautur til að viðhalda heilbrigði sínu.

Bragðgóður munnúði sem tryggir upptöku
B12 Boost munnúðinn frá Better You inniheldur methylcobalamin sem er náttúrulegt form þessa vítamíns og einmitt það sem er best fyrir okkur að taka.  Úðinn er bragðgóður og tryggir að líkaminn fái allt það B12 sem hann þarf á afar auðveldan og einfaldan máta.  Hann inniheldur einnig steinefnið Chromium Chloride (króm) sem nýtist öllum og er sérstaklega hjálplegt fólki með efnaskiptavillu og/eða blóðsykurvandamál og svo er grænt te í blöndunni sem eykur orku.

Einkenni B12 skorts geta verið eftirfarandi:

  • Orkuleysi og slen.
  • Þreyta, ör hjartsláttur, andþyngsli og svimi.
  • Nálardofi í hand- og fótleggjum.
  • Hægðartregða, uppþemba.
  • Þyngdartap.
  • Erfiðleikar með gang.
  • Minnisleysi, þunglyndi og vitglöp (Dementia).
     

B12 Boostið bragðast einstaklega vel og er því hentugt fyrir alla aldurshópa en þetta er mjög áhrifaríkur og náttúrulegur B12 vítamín munnúði, sem inniheldur hátt hlutfall af B12 (methylcobalamin) ásamt krómi og grænu te ekstrakti.

B12 boostið færir þér 1200mcg af B12 miðað við 4 úða á dag og brúsinn endist í allt að 40 daga. Einstaklega hentugt fyrir einstaklinga sem eru í annasömu starfi, þeir sem eru síþreyttir eða orkulausir og þeir sem ferðast mikið.

B12 Boost er einstaklega hentugt fyrir fólk sem:

  • er síþreytt eða orkulaust
  • er grænmetisætur eða vegans
  • er yfir 60 ára
  • er íþróttafólk eða stundar ákafa hreyfingu
  • er í annasömu starfi
  • er barnshafandi eða með barn á brjósti
  • ferðast mikið
  • Ráðlagt er að taka hálfan skammt fyrir börn undir 12 ára(2 sprey á dag).

Það eru um 160 úðar í hverjum brúsa sem ætti að duga í  40 daga.

Ábyrgðaraðili: Artasan



Notkun

4 úðar á dag fyrir fullorðna, 2 úðar á dag fyrir börn undir 12 ára. B12 boostið gefur 1200 mcg af B12 vítamíni miðað við 4 úða á dag. Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.

Innihald

Water, diluent (xylitol), flavouring (natural apricot), acidity regulator (citric acid), methylcobalamin (vitamin B12), preservative (potassium sorbate), green tea extract, chromium chloride.

Tengdar vörur