Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Magnesíum er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðva líkamans. Magnesíum olíurnar frá Better You er einstök formúla í úðaformi sem borin er beint á þann stað sem er að angra með einstakri virkni.
Magnesíum stuðlar að:
- viðhaldi eðlilegra beina
- viðhaldi eðlilegra tanna
- eðlilegri sálfræðilegri starfsemi
- eðlilegri vöðvastarfsemi
- eðlilegri prótínmyndun
- eðlilegri starfsemi taugakerfisins
- eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
- því að draga úr þreytu og lúa
Merki um magnesíumskort:
- Svefnerfiðleikar
- Sinadráttur
- Vöðvakrampi
- Aukin næmni fyrir stressi
- Síþreyta
- Orkuleysi
- Fjörfiskur
Til fróðleiks:
Við fáum magnesíum úr ýmsum matvælum en samt sem áður er það mjög algengt að fólk sé í skorti og t.d. er talið að allt að 80% Bandaríkjamanna sé í skorti. Næringarsnauður jarðvegur sem nýttur er til ræktunar, lélegt/slæmt mataræði, óhófleg áfengis- og koffínneysla, ýmis lyf og mikil streita er meðal þess sem veldur skorti og svo skolast steinefni líka út þegar við svitnum.
Ábyrgðaraðili: Artasan