Færðu harðsperrur eða vöðvakrampa?
Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þetta steinefni hefur t.a.m. áhrif á:
- Orkumyndun (ATP í frumunum)
- Vöðvastarfsemi
- Taugastarfsemi
- Myndun beina og tanna
- Meltingu
- Blóðflæði
- Kalkupptöku
- Húðheilsu
Líkami okkar þarfnast magnesíum til að ýta undir aukna orku, jafna út blóðflæði, auka kalk upptöku og hjálpa vöðvastarfsemi líkamans. Við nútíma matarframleiðslu og lifnaðarhætti hefur upptaka á magnesíum í gegnum fæðuna minnkað til muna.
Magnesíum olíurnar frá Better you er einstök formúla í úðaformi sem borin er beint á þann stað sem er að angra þig og áhrifin koma nánast samstundis í ljós, hvort sem um stífleika, bólgur, harðsperrur eða önnur vöðvaeymsli er að ræða.
Magnesíum Sport er sérstaklega gerð með íþróttafólk í huga en þessi blanda er magnesíumklóríð með þrúgukjarnaolíu (Grape seed oil) til að auka nuddeiginleika olíunnar. Viðbætt eru kamfóra, sítróna og svartur pipar til að stuðla að hreinsun (detoxi) í vöðvunum þar sem olían er borin á. Tilvalið fyrir allt íþróttafólk sem stundar langar og strangar æfingar. Getur hindrað krampa og flýtt fyrir að vöðvarnir jafni sig eftir mikil átök. Hinar eru Magnesíum Goodnight og Magnesíum Original