Pharmaceris N, Opti Capilaril augnkrem gegn baugum og þrota 15 ml.

Þetta augnkrem er ætlað til daglegrar notkunar fyrir þroskaða húð. Það vinnur gegn dökkum baugum og þrota í kringum augun.

Vörunúmer: 10134410
+
2.699 kr
Vörulýsing

Þessi lína hjálpar til við að styrkja háræðanet húðarinnar og vernda hana gegn háræðasliti. Veðurfarið á Íslandi er oft erfitt fyrir húðina. Það getur valdið háræðasliti þegar húðin verður í sífellu fyrir veðrabreytingum. Háræðaslit veldur því að húðin verður rauð og veðurbarin. Þessi húðlína minnkar roða í húðinni og verndar hana gegn áreiti. Varan inniheldur einstök vítamín sem gera húðina bjartari, auka teygjanleika hennar og jafna húðlitinn. 

Árangur og virkni vörunnar fyrir húð sem á það til að fá háræðaslit og verður auðveldlega rauð hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

  • 92% fannst kremið gera húðina sléttari
  • 76% fannst húðin í kringum augun verða bjartari

Augnkremið inniheldur virk efni sem draga úr dökkum baugum og þrota í kringum augun. Rannsóknir sýndu fram á 64% minni bauga og 60% minni þrota á augnsvæðinu eftir reglulega notkun. Augnkremið inniheldur E vítamín sem er náttúrulegt andoxunarefni og spornar gegn öldrun húðarinnar. Augnkremið er með sólarvarnarstuðul SPF 15 sem ver viðkvæmu húðina í kringum augun fyrir UVA og UVB geislum. Augnkremið hefur bæði sefandi og róandi áhrif á húðina.  

  • Ofnæmisprófað
  • Klínískt prófað
  • Án parabena
  • Án ilmefna
  • Án efna sem vitað er að geta valdið ofnæmi (allergen free)

N línan hjálpar til við að styrkja háræðanet húðarinnar og vernda hana gegn háræðasliti. Veðurfarið á Íslandi er oft erfitt fyrir húðina. Það getur valdið háræðasliti þegar húðin verður í sífellu fyrir veðrabreytingum. Háræðaslit veldur því að húðin verður rauð og veðurbarin. Þessi húðlína minnkar roða í húðinni og verndar hana gegn áreiti. Varan inniheldur einstök vítamín sem gera húðina bjartari, auka teygjanleika hennar og jafnar húðlit.

Notkun

Hreinsið húðina með Pharmaceris hreinsi og berið síðan augnkremið á í hæfilegu magni. Varist að láta kremið fara inn í augun. Notið daglega í að minnsta kosti 4 vikur.

 

Innihald
  • Soy and rice protein complex – Dregur verulega úr dökkum baugum og þrota. Minnkar ummerki öldrunar.  Veitir langvarandi rakagjöf og næringu.
  • Canola oil – Inniheldur mikið magn E vítamíns sem er sefandi, dregur úr sýkingum og verndar gegn þurrki.
  • Allantoin – Hefur róandi eiginleika og örvar nýmyndunarferli húðarinnar.

Tengdar vörur