Pharmaceris T-med Sebo- Almond Peel -Peeling næturkem með 10% möndlusýru 50 ml.

Næturkrem til þess að meðhöndla húð með; bóluvandamál, ójafnan litarhátt eða hrukkur. Þetta krem er hægt að nota allan ársins hring. Mikilvægt er að nota sólarvörn að degi til þegar sýrukrem eru notuð, annað hvort í formi dagkrems eða farða.

Vörunúmer: 10134400
+
3.052 kr
Vörulýsing

Þessi lína er sérstaklega hönnuð til að meðhöndla húð sem fær bólur. Megininnihaldsefni hennar hjálpa til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Vörurnar eru bakteríudrepandi og hjálpa til við að halda bólum í skefjum. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar og erta ekki. Með því að hreinsa húðina daglega og bera á hana krem við hæfi er hægt að hjálpa húðinni að ná jafnvægi og minnka bólur.

Á sumrin er mælt með að nota vörn sem er að minnsta kosti með sólarvarnarstuðul SPF 20.

Öryggi og árangur vörunnar hefur verið sannreyndur með klínískum rannsóknum.

  • 68% fannst húðin sléttari
  • 64% fannst kremið koma jafnvægi á fituframleiðslu
  • 57% sagði eldri ójöfnur hverfa

Kremið inniheldur 10% möndlusýru sem „slípar” húðina. Kremið bætir áferð húðarinnar, kemur jafnvægi á fituframleiðslu hennar og gerir hana sléttari. Möndlusýra hreinsar dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi sem loka svitaholum. Svitaholur og aðrar misfellur í húðinni sjást minna. Kremið dregur úr ójöfnum sem myndast hafa vegna bóla um leið og það örvar nýmyndunarferli húðarinnar. Notkun kremsins minnkar hættu á myndun öra og bletta á húðinni. Möndlusýra hjálpar einnig til við að lýsa upp bletti sem þegar hafa myndast vegna bóla. Möndlusýra og Sweet almond prótein vinna saman að því að sporna gegn fínum línum og hrukkum. Húðin verður mýkri og bjartari.

Öryggi vörunnar:

  • Ofnæmisprófað
  • Klínískt prófað
  • Inniheldur engin efni sem vitað er að geta valdið ofnæmi (Allergen free)
  • Án ilmefna
Notkun

Berið lítið magn af kreminu á húðina eftir að hún hefur verið hreinsuð. Notið ekki á augnsvæðið eða í kringum munn. Notið að kvöldi eða samkvæmt leiðbeiningum húðlæknis. Þegar byrjað er að nota vöruna getur húðin í fyrstu orðið rauð og flagnað eilítið, það er eðlilegt.

Innihald
  • 10% mandelic acid – Hefur bakteríuhamlandi eiginleika. Það hreinsar húðþekjuna (ysta lag húðarinnar) af dauðum húðfrumum og öðrum óhreinindum. Það spornar gegn myndun fílapensla, og dregur úr þeim. Það dregur úr bólum. Minnkar fínar línur og hrukkur. Jafnar húðlit og gerir áferð húðarinnar sléttari og fíngerðari.  
  • Sweet almond proteins – Gerir húðina sléttari þannig að hún verður frísklegri og hraustari að sjá.

Tengdar vörur