Pharmaceris Medi Acne-Pointgel á bólur 10 ml.

Gel sem borið er beint á bólur 2% H₂0₂. Virkar fljótt á sýkingar og bólur. Gerir bólur minna sjáanlegar og minnkar umfang þeirra. Ef gelið er borið á bólu sem er að myndast er hægt að koma í veg fyrir að hún komi fram.

Vörunúmer: 10139683
+
2.887 kr
Vörulýsing

Þessi lína er sérstaklega hönnuð til að meðhöndla húð sem fær bólur. Megininnihaldsefni hennar hjálpa til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Vörurnar eru bakteríudrepandi og hjálpa til við að halda bólum í skefjum. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar og erta ekki. Með því að hreinsa húðina daglega og bera á hana krem við hæfi er hægt að hjálpa húðinni að ná jafnvægi og minnka bólur.

Sefar og róar um leið og það dregur úr roða og hjálpar húðinni að endurnýja sig. Má nota á húð 9 ára og eldri. Árangur og virkni vörunnar fyrir blandaða og feita húð hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

 • Bólur (e. pustules) minnka um 72% *
 • Bólur (e. papules) minnka um 46%
 • Acne útbrot voru 40% minna sjáanleg *

* Klínískar rannsóknir framkvæmdar af húðlækni eftir 7 daga notkun

 • Ofnæmisprófað
 • Klínískt prófað
 • Án Parabena
 • Án þekktra ofnæmisvalda (allergen free)
 • Án litarefna
Notkun

Setjið hæfilegt magn af gelinu á bólur tvisvar á dag þar til einkenni hverfa. Ef einkenni eru mikil notið 3-4 sinnum á dag í tvo daga. Gelið virkar best ef það er borið á bólur sem eru að myndast.

Innihald
 • H2O2 2% – Hefur staðbundin áhrif á acne. Minnkar umfang sýkingar og minnkar bólur.
 • Kw. Salicylic – Hreinsar í burtu harðnaða húð og kemur jafnvægi á nýmyndunarferli hennar. Kemur í veg fyrir myndun fílapensla.
 • D-panthenol – Sefar erting og dregur úr roða.