PRÓGASTRÓ DDS+ mjólkursýrugerlar 60 stk.

Er meltingin í ólagi? Prógastró DDS+ mjólkursýrugerlar bæta þarmaflóruna og eru góðir gegn meltingarvandamálum, ónotum, uppþembu, erfiðum hægðum, sveppasýkingum, húðvandamálum og andlegri vanlíðan.

Vörunúmer: 10132275
+
3.769 kr
Vörulýsing

Prógastró innheldur 6 milljarða góðgerla og dugar einungis eitt hylki á dag en í glasinu er 2 mánaða skammtur.

Heilbrigð þarmaflóra – heilbrigt líf
Meginþorri heilbrigðra einstaklinga hafa svipaða þarmaflóru en hún er að þróast og dafna hjá okkur alla ævi. Nýlegar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að samsetning  þarmaflórunnar breytist með aldrinum. Helst er talið að breytingarnar stafi af því að meltingin versni með aldrinum og fyrir vikið eigi gerlarnir erfiðar uppdráttar í þörmunum. Þarmaflóran ver okkur gegn óæskilegum örverum  og hefur margskonar áhrif á heila- og taugakerfið, þar með talið geðheilsu.  Öflug og rétt samsett þarmaflóra er grunnurinn að sterku ónæmiskerfi og oftar en ekki er hægt að rekja ýmsa líkamlega sem og andlega veikleika til lélegrar þarmaflóru.

Ástæður þess að þarmaflóran okkar raskast má meðal annars rekja til inntöku sýklalyfja, mikils álags og streitu, neyslu á sykri og unnum matvörum, mikilli kaffidrykkju og fleiri lífsstílstengdra þátta.

L. acidophilus DDS®-1 mikilvægastur
Góðir gerlar (probiotics) finnast í gerjuðum mat eins og súrkáli, jógúrti, kefir og kombucha en einnig er hægt að fá þá í hylkum.  Prógastró mjólkursýrugerlarnir eru afar öflugir en þarna eru fjórar tegundir gall og sýruþolna gerlastofna. Einn af þeim er L. acidophilus DDS®-1 en þetta er nafn á mjög áhrifaríkum gerlastofni þar sem „DDS®-1 viðbótin“ er afar mikilvæg. Það þýðir ekki bara að þeir þola hátt sýrustig í maganum, heldur margfalda þeir sig í þörmunum. L. acidophilus DDS®-1 er talin gagnlegur fyrir alla aldurshópa og benda rannsóknir einnig til þess að þessi gerillinn bæti almennt heilsufar fólks þar sem hann:

  • Aðlagast líkamsstarfseminni vel
  • Er gall og sýruþolinn
  • Bætir meltingu
  • Hjálpar til við styrkingu ónæmiskerfisins
  • Stuðlar að betra jafnvægi þarmaflórunnar
  • Framleiðir verulegt magn af laktasa sem getur hjálpað gegn laktósaóþoli


Dr. Mercola segir „Ég er viss um að L. Acidophilus DDS-1 er einn af mikilvægustu gerlastofnunum í  virkum góðgerlum á bætiefnaformi“

Gæðin skipta máli
DDS + er einn öflugasti asídófílus á markaðnum. Hann er sýru og gallþolinn, lifir lengi í meltingunni og margfaldar sig í smáþörmunum.

Gall og sýruþolnir gerlar – hvað þýðir það?
Próbíótískir gerlar, sem okkur langar að kalla góðgerla, eiga mjög erfitt með að lifa af í háu sýrustigi sem er í maganum, en NB! maginn á að vera súr. Þörfin fyrir góðgerlana er í smáþörmunum og því þurfa þeir að lifa af ferðina í gegnum súra magann. Dr. S.K Dash hefur þróað tækni sem gerir alla hans gerla sýruþolna.

Innhald:

Það eru 4 tegundir af góðgerlum í  Prógastró GULL sem eru gall og sýruþolnir: L acidophilus DDS-1,B longum,B bifidum og B lactis.

PRÓGASTRÓ  góðgerlarnir eru áhrifaríkir m.a. fyrir þá sem þjást af:

  • kandítu
  • uppþembu
  • sveppasýkingu
  • niðurgangi
  • harðlífi
  • magakrampa
  • bakflæði
  • mjólkuróþoli
  • fæðuóþoli
  • exemi
  • háu kólestróli
  • vægri matareitrun

Ábyrgðaraðili: Artasan

Tengdar vörur