Protis Amino Liðir 120 stk.

Verndar liði , bein og brjósk. Unnið úr kollagen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Inniheldur einnig mangan og nauðsynleg vítamín fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva.

Vörunúmer: 10137743
+
4.499 kr
Vörulýsing

PROTIS LIÐIR inniheldur Cucumaria frondosa extrakt sem unnið er úr skráp villtra sæbjúgna sem veidd eru í hafinu við Ísland. Skrápurinn er að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate. Kollagenið í Cucumaria frondosa extrakti er talið heilsusamlegra en annað kollagen þar sem það inniheldur hærra hlutfall af mikilvægum amínósýrum, þá sérstaklega tryptophan. Þar að auki er skrápurinn mjög næringarríkur og inniheldur hátt hlutfall af sínki, joði og járni. Sæbjúgu eru oft kölluð Ginseng hafsins vegna þess að þau innihalda lífvirka efnið sapónín. Túrmerik er ákaflega ríkt af jurtanæringarefninu curcumin.

Þorskprótínið í Protis LIÐIR er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum og í framhaldi síuð þannig að prótínið samanstendur einungis af smáum, lífvirkum peptíðum. Fiskprótín sem hafa verið meðhöndluð með vatni og ensímum eru talin auðvelda upptöku á steinefnum eins og kalki sem eru nauðsynleg til að viðhalda stoðkerfi líkamans.

Protis LIÐIR er með viðbættu C-vítamíni sem hvetur eðlilega myndun kollagens í brjóski, D-vítamíni sem er mikilvægt fyrir heilbrigði beina þar sem það stuðlar að frásogi kalks úr meltingarvegi og mangani sem er nauðsynlegt við myndun á brjóski og liðvökva.

Notkun

2-3 hylki með mat, tvisvar á dag.

Tengdar vörur