Protis Kollagen 90 hylki

Protis® Kollagen er framleitt úr íslensku fiskroði hjá líftæknifyrirtækinu PROTIS. Varan er einstök blanda af bestu innihaldsefnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Kollagen úr fiski er áhrifaríkara en kollagen úr landdýrum þar sem upptaka úr meltinarvegi er betri. 

Vörunúmer: 10149557
+
3.998 kr
Vörulýsing
Kollagen er algengasta efni líkamans fyrir utan vatn og sér til þess að vefir líkamans haldist sterkir og viðheldur teygjanleika vegna einstakrar amínósýrusamsetningar.
 
Helstu innihaldsefni:
  • SeaCol® er blanda af vatnsrofnu kollagen úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol ® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika.
  • C-vítamín tekur þátt í myndun kollagens í líkamanum.
  • Hyaluronic-sýra er eitt mest rakagefandi efni náttúrunnar og viðheldur m.a. raka húðarinnar.
  • Kóensím Q10 er að finna í nær öllum frumum líkamans og er mikilvægt fyrir endurnýjun fruma eins og húðfruma.
  • B2 og B3-vítamín, sink, kopar og bíótín fyrir hárvöxt, endurnýjun húðar og vöxt nagla
Ath dagskammturinn inniheldur 1000mg af vatnsrofnu kollageni úr fiski

Tengdar vörur