Solaray Bacopa Leaf Extract 60 hylki

Bacopa eða Brahmi jurtin hefur um árhundruð verið notuð í Ayurveda hefðinni eða indversku læknisfræðinni. Minni – einbeiting – streita – vellíðan

Vörunúmer: 10147082
+
2.599 kr
Vörulýsing

Hún er ein af þeim jurtum sem kallaðar eru adaptógenískar (adaptogenic) sem þýða má sem jafnandi eða aðlagandi í þeirri merkingu að hún er talin stuðla að jafnvægi og hjálpa líkamanum að aðlagast og takast á við streitu. Hún er ekki síður þekkt fyrir að hafa góð áhrif á heilsastarfssemi en rannsóknir hafa sýnt fram á að hún geti eflt minni og hefur hún því mikið verið notuð bæði við minnistapi og af heilbrigðum einstaklingum sem vilja efla minnið. Einnig er talið að hún auki einbeitingu auk þess að gagnast við kvíða og depurð. Þannig eru hún notuð við mismunandi vandamálum svo sem elliglöpum, alzheimer,  athyglisbresti, kvíða og þunglyndi. Bacopa eða Brahmi jurtin hefur um árhundruð verið notuð í Ayurveda hefðinni eða indversku læknisfræðinni. Bacopa hefur ótrúlega víðtæka virkni en bæði rannsóknir og reynsla benda til þess að hún geti gagnast við mörgum algengum vandamálum.

Fyrir minnið
Bacopa er sennilega best þekkt fyrir jákvæð áhrif á heilastarfssemi. Rannóknir hafa sýnt fram á að hún geti eflt minni og hefur hún því mikið verið notuð bæði við minnistapi og af heilbrigðum einstaklingum sem vilja efla minnið, t.d. á álagstímum í vinnu og námi.

Betri einbeiting
Margir nota jurtina til að bæta einbeitingu og margir hafa notað hana með góðum árangri til að draga úr einkennum athyglisbrests og ADHD.

Fyrir geðið
Algengt er að nota Bacopa við vægum einkennum kvíða og depurðar og hafa margir góða reynslu af henni til að bæta geðheilsuna.

Gegn streitu
Bacopa er ein af þeim jurtum sem kallaðar eru adaptógenískar (adaptogenic) sem þýða má sem jafnandi eða aðlagandi í þeirri merkingu að hún er talin stuðla að jafnvægi og hjálpa líkamanum að aðlagast og takast á við streitu. Það er væntanlega vegna þessara eiginlega sem hún getur haft áhrif á svo margt.

Mild jurt en öflug
Bacopa er mild en áhrifarík jurt. Hún hefur engar aukaverkanir en auðvitað er ráðlegt að spyrja lækni um inntöku ef þú tekur einhver lyf.

Best er að gefa bacopa tíma til að virka, ekki afskrifa hana þó þú finnir ekki mun eftir nokkra daga. Rannsóknir benda til þess að full virkni komi ekki fram fyrr en eftir 8-12 vikna inntöku. Óhætt er að hætta inntöku hvenær sem er, bacopa er ekkert sem heilinn eða líkaminn verður háður á neinn hátt. Hún virkar bara meðan þú tekur hana.

Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.

Tengdar vörur