Glútamín eða L-glútamín er amínósýra sem er mikilvæg til að ónæmiskerfi, meltingarfæri og vöðvafrumur starfi eðlilega auk þess sem þessi amínósýra er nauðsynleg fyrir ýmsa aðra starfsemi líkamans. L-Glútamín er næringarefni fyrir slímhúð meltingarfæranna. Án þess myndu frumurnar tærast upp. Miklar líkamsæfingar, bólgur og fleiri þættir geta gengið á glútamínforða líkamans, ekki síst í vöðvafrumum.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.