Það er þó margt fleira sem þessi nauðsynlegu vítamín koma að. D vítamín hefur verið tengt við allt frá ónæmiskerfi til geðrænna vandamála. K vítamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega blóðstorknun og heilbrigði allra æðaveggja. Margar rannsóknir hafa t.a.m. bent til þess að heilbrigt magn K2 vítamíns í líkamanum geti komið í veg fyrir æðakölkun og of lítið að sama skapi aukið líkurnar.
Í þessari blöndu má finna 1000 AE af D3 vítamíni og 50mcg af K2 vítamíni sem menaQ7 sem eru almennt talin best nýtanlegu form þessara vítamína.
Fyrir nokkrum árum varð mikil vitundarvakning um mikilvægi D vítamíns og margir spá því að K2 sé næst í röðinni. Það hefur svolítið gleymst í umræðunni en athyglin er að færast á það með auknum rannsóknum.
Vegan – engin aukaefni s.s. fylli- og bindiefni – glútenlaust – sojalaust- gerlaust
Notkun: 1 hylki á dag með mat
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.