Vellíðan í öskju

Vellíðan í öskju inniheldur sérvaldar vörur sem næra líkama og sál. Askjan er fyrir þau sem vilja dekra við sig, skapa innri ró og njóta líðandi stunda

Uppskrift að vellíðan
• Berðu á hreint andlitið lífrænt rakagel með hýalúronsýru frá Mádara
• Þegar gelið er komið inn í húðina setur þú á þig Mádara rakakrem sem nærir húðina
• Nuddaðu háls og herðar með líkamsolíu sem mýkir húð og vöðva frá Aqua Oleum
• Legðu yfir augun kælandi gelgrímu sem slakar á augum og andliti frá Daily Concepts.

Vörunúmer: 10166912
+
6.249 kr
Vörulýsing

Lífrænt rakagel með hýalúronsýru.
- Mádara Time Miracle Hydra Firm Jelly 15 ml.
Létt og olíulaust rakagel fyrir allar húðgerðir. Inniheldur hýalúronsýru sem veitir húðinni raka og ljóma. Berðu gelið á hreina húð kvölds og morgna.

Náttúruleg líkamsolía sem mýkir húð og vöðva.
- Aqua Oleum Body Oil Feed Your Skin 100 ml.
Olían inniheldur kókos-, möndlu-, avókadóog jojoba olíu og E-vítamín og er ilmefnalaus. Olían er sérlega nærandi fyrir húðina og róar og minnkar streitu. Berðu olíuna á herðar og axlir og gefðu þér sjálfsnudd.

Kælandi gelgríma sem slakar á augum og andliti.
Daily Concepts Gelgríman geymist í kæli eða í frysti fyrir notkun. Settu hana síðan yfir augun og njóttu kælandi áhrifanna.

Rakakrem fyrir heilbrigða húð.
- Mádara SOS Hydra Recharge Cream 15 ml.
Lífræna rakakremið veitir húðinni meiri raka, hún endurnýjast og róast. Berðu kremið á þegar Mádara Time Miracle Hydra Firm Jelly hefur þornað og gefðu andlitinu létt nudd.

Tengdar vörur