Sólin

Sólarvarnarkrem koma í veg fyrir að skaðlegir geislar sólarinnar brenni húð okkar en notkun slíkra krema þýðir ekki að við þurfum að hætta að fara varlega í sólinni. Það er mikilvægt að nota sólarvarnarkrem rétt til þess að það virki eins og framleiðandinn segir til um á umbúðum. Ef það er ekki gert má gera ráð fyrir að vörnin virki ekki sem skyldi og líkurnar á að sólbrenna eða fá húðkrabba aukast. Nota þarf ríkulegt magn þannig að húðin sé mettuð af kremi þar sem borið er á hana. Lestu nánar hér um sólarvarnir.

Áætlað er að 90% þeirra breytinga í húðinni sem við álítum tilkomnar vegna öldrunar séu í raun vegna skemmda af völdum sólarinnar. Mikilvægt er að nota breiðvirka sólarvörn með SPF 30-50 daglega.