BIOEFFECT EGF Power Performance gjafaaskja

EGF Power Performance gjafasettið inniheldur tvær öflugar og kraftmiklar húðvörur, EGF Power Serum 15 ml. og EGF Power Cream 50 ml. Vörurnar eru sérstaklega þróaðar fyrir þroskaða húð og til að hægja á öldrun húðarinnar. EGF Power Serum er sérstaklega þróað til að jafna húðlit og vinna á hrukkum, litamisfellum og þurrki. EGF Power Cream er byltingarkennt andlitskrem sem vinnur á fimm helstu öldrunarmerkjum húðar; hrukkum, húðþynningu, litamisfellum, slappri húð og þurrki, ásamt því að auka þéttleika og jafna áferð. Þessi kraftmikla tvenna veitir sýnilegan árangur.

Vörunúmer: 10170583
+
31.490 kr
Vörulýsing

EGF Power Serum er afar öflug húðvara sem er sérstaklega þróuð til að styrkja ysta varnarlag húðarinnar, jafna húðlit og vinna á sjáanlegum öldrunarmerkjum á borð við hrukkur, litamisfellur og þurrk. EGF Power Serum er framsækin formúla aðeins 12 hreinna og virkra efna, m.a. EGF úr byggi, KGF úr byggi – boðskiptaprótín sem styrkir varnarlag húðarinnar – ásamt hýalúronsýru og NAG.

EGF Power Cream byltingarkennt andlitskrem, það er bæði kraftmikið og djúpvirkandi, vinnur á fínum línum, jafnar lit og áferð og eykur þéttleika húðarinnar. EGF Power Cream inniheldur úrval virkra og sérvalinna efna úr plönturíkinu. Það inniheldur meðal annars lykilhráefnið okkar, EGF, auk betaglúkans sem við framleiðum á sjálfbæran hátt úr byggplöntum.

 

Notkun

Berðu á andlit, háls og bringu bæði kvölds og morgna.

  • EGF Power Serum: Berðu 2-4 dropa af EGF Power Serum á andlit og háls með mjúkum hringhreyfingum upp á við. Bíddu í 3-5 mínútur áður en þú berð EGF Power Cream á húðina.
  • EGF Power Cream: Nuddaðu kreminu mjúklega inn í húðina með hringhreyfingum. Bíddu í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Vörurnar má nota einar og sér eða saman í kraftmikill húðrútínu.


EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð reglulega ásamt öðrum BIOEFFECT vörum.

 

Innihald

EGF Power Serum:
GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM CITRATE, ACETYL GLUCOSAMINE (NAG), ISOPENTYLDIOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, SODIUM HYALURONATE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1), KGF (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-3)

EGF Power Cream:
WATER (AQUA), BUTYROSPERMUM PARKII (SHEA) BUTTER, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, BUTYLENE GLYCOL, ONEOTHERA BIENNIS (EVENING PRIMROSE) OIL, CETYL ALCOHOL, SQUALANE, SORBITOL, HYDROGENATED POLYISOBUTENE, NIACINAMIDE, TOCOPHEROL, SODIUM HYALURONATE, BETA GLUCAN, ORIDONIN, PHENOXYETHANOL, SORBITAN OLEATE, CARBOMER, XANTHAN GUM, ETHYLHEXYLGLYCERIN, POLYSORBATE 20, POTASSIUM HYDROXIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1).

 

Tengdar vörur