Omron M2 Compact blóðþrýstingsmælir

Omron blóðþrýstingsmælarnir eru nákvæmustu blóðþrýstingsmælar sem völ er á.  Þeir eru allir klínískir, þ.e. hafa farið í gegnum klínískar rannsóknir og uppfylla alþjóðlega staðla til notkunar á heilbrigðisstofnunum og eru því í notkun á flestum heilbrigðisstofnunum landsins. Í Omron M2+ eru tveir nemar sem mæla blóðþrýsinginn til að tryggja að niðurstöðurnar séu ekki rangar.  Þó er mælt með því að prófa mælinn á 2ja ára fresti en þær prófanir eru endurgjaldslausar hjá þjónustuaðila Omron á Íslandi.

Vörunúmer: 10102062
+
14.999 kr
Vörulýsing
Helstu eiginleikar Omron M2+ eru:
  • Mælir efri og neðri mörk blóðþrýstings ásamt púlsi.  
  • Ef blóðþrýstingurinn er of hár birtist tákn þess efnis á skjánum 
  • Greinir hjartsláttaróreglu og ef hún er til staðar birtist tákn þess efnis á skjánum.
  • Ef þú hreyfir þig eða talar á meðan á mælingu stendur getur það haft áhrif á niðurstöðu mælingar.  Því birtir tækið niðurstöðuna ásamt tákni þess efnis að tækið hafi greint hreyfingu sem hefur ekki áhrif á nákvæmni niðurstöðunnar en ef hreyfingin myndi hafa áhrif á nákvæmni mælingarinnar birtir mælirinn enga niðurstöðu heldur aðeins villumerki.
  • Geymir 30 mælingar í minni.
  • Armborðinn er gerður fyrir ummál upphandsleggs á bilinu 22-42sm.

Notkun

Hvernig á að nota Omron mælinn?

  1. Sestu niður og slakaðu á.
  2. Ekki krossleggja fætur.
  3. Fjarlægðu utanyfirflíkina til að komast að upphandleggnum.
  4. Ekki er nauðsynlegt að fara úr skyrtu/bol þar sem mælirinn getur mælt blóðþrýstinginn í gegnum þunnar flíkur
  5. Forðist að rúlla upp ermum þar sem það getur hindrað blóðflæði.
  6. Spenntu armborðann um það bil 2,5, cm fyrir ofan olnbogabót.
  7. Festu armborðann þannig að hann sitji þægilega án þess að vera of þröngur.
  8. Ýttu á (O/I) hnappinn til að kveikja á mælinum
  9. Vertu alveg kyrr og ekki tala meðan mælirinn er að vinna.
  10. Ýttu á START.
  11. Armborðinn mun blása upp og svo hleypa loftinu úr sér.
  12. Skráðu niðurstöðurnar hjá þér.

Tengdar vörur