Omron M2 Compact blóðþrýstingsmælir

M2 alsjálfvirki upphandleggsmælirinn okkar er hannaður með þægindi og nákvæmni í huga. Intellisens ™ tæknin sem er í mælinum tryggir að armborðinn blæs hvorki of þétt upp né of laust. Einnig er í mælinum Dual check system sem tryggir að neminn sem les af mælinum er yfirfarinn af öðrum nema til að tryggja mestu nákvæmni. Á mælinum sjálfum er svo tákn sem lætur vita hvort armborðinn er rétt settur á. Aðrir eiginleikar eru:

  • Nemi sem lætur vita ef mældur blóðþrýstingur er of hár
  • Tákn sem lætur vita ef um hjartsláttaróreglu er að ræða
  • Nemi sem lætur vita ef viðfangsefnið hreyfir sig meðan á mælingu stendur (Tryggir nákvæmari mælingu)
  • Geymir 21 mælinu í minni með dagsetningu og tíma
  • Uppfyllir alþjóðlega staðla
Vörunúmer: 10102062
+
14.999 kr
Vörulýsing

Hvernig á að nota Omron mælinn?

  1. Sestu niður og slakaðu á.
  2. Ekki krossleggja fætur.
  3. Fjarlægðu utanyfirflíkina til að komast að upphandleggnum.
  4. Ekki er nauðsynlegt að fara úr skyrtu/bol þar sem mælirinn getur mælt blóðþrýstinginn í gegnum þunnar flíkur
  5. Forðist að rúlla upp ermum þar sem það getur hindrað blóðflæði.
  6. Spenntu armborðann um það bil 2,5, cm fyrir ofan olnbogabót.
  7. Festu armborðann þannig að hann sitji þægilega án þess að vera of þröngur.
  8. Ýttu á (O/I) hnappinn til að kveikja á mælinum
  9. Vertu alveg kyrr og ekki tala meðan mælirinn er að vinna.
  10. Ýttu á START.
  11. Armborðinn mun blása upp og svo hleypa loftinu úr sér.
  12. Skráðu niðurstöðurnar hjá þér.

Tengdar vörur