Pharmaceris A, Puri-Sensilium Gentle hreinsifroða 150 ml.

Sefandi hreinsifroða fyrir viðkvæma og ofnæmishúð. Hreinsar óhreinindi og farða. Húðin verður mjúk og rakanærð en ekki strekkt. Án ilmefna, sápu og parabena.

Vörunúmer: 10134413
+
2.593 kr
Vörulýsing

A vörulínan er sérstaklega ætluð þeim sem eru með viðkvæma húð og fyrir þá sem fá ofnæmi. Þessi vörulína inniheldur virk innihaldsefni sem hjálpa til við að koma jafnvægi á ónæmiskerfi húðarinnar. Hún hjálpar til við að róa og sefa viðkvæma húð um leið og hún styrkir verndandi yfirborð húðþekjunnar. Þannig kemur hún í veg fyrir ofurviðkvæmni húðarinnar og dregur úr ertingu, roða, kláða og brunatilfinningu. Húðin verður heilbrigðari, mýkri og frískari. Án ilmefna og aukaefna sem geta ert húðina.

Innihald

IMMUNO-PREBIOTIC FORMULA – Sefar húðina og ver hana gegn ofurviðkvæmni.
D-panthenol – Hefur sefandi og róandi áhrif og byggir upp mótstöðu húðarinnar þannig að hún verður minna viðkvæm.
Glucam® – Bindur raka í húðinni og gerir það að verkum að rakinn helst lengi í húðþekjunni. Það hjálpar húðinni að endurheimta teygjanleika og styrk þannig að hún verður mýkri og sléttari.