Árangur og virkni vörunnar fyrir húð sem verður rauð og fær háræðaslit hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.
- 100% fannst gelið hreinsa vel
- 90% fannst húðin minna rauð og minni erting í húðinni.
Þetta undurmjúka gel hreinsar farða og önnur óhreinindi án þess að þurrka húðina. Gelið er einstaklega milt og hjálpar til við að halda varnarlagi húðarinnar í jafnvægi. Gelið inniheldur þykkni úr mjólkurþistlum sem hjálpar til við að sefa húðina og minnka roða. Annað innihaldsefni Mango vax hefur nærandi og rakagefandi eiginleika þannig að húðin verður mjúk en ekki strekkt eftir hreinsun. Allantoin og D-panthenol koma í veg fyrir ertingu í húðinni og mýkja hana og sefa. Húðin verður frískleg og hún fær góðan raka.
Virkni og öryggi vörunnar hefur verið prófað og sannreynt af húðlæknum.
- Ofnæmisprófað
- Klínískt prófað
- Án parabena