Þessi lína hjálpar til við að styrkja háræðanet húðarinnar og vernda hana gegn háræðasliti. Veðurfarið á Íslandi er oft erfitt fyrir húðina. Það getur valdið háræðasliti þegar húðin verður í sífellu fyrir veðrabreytingum. Háræðaslit veldur því að húðin verður rauð og veðurbarin. Þessi húðlína minnkar roða í húðinni og verndar hana gegn áreiti. Varan inniheldur einstök vítamín sem gera húðina bjartari, auka teygjanleika hennar og jafna húðlitinn.
Virkni og árangur vörunnar hefur verið sannreyndur og prófaður af húðlæknum.
- 78% finnst kremið sefa húðina
- 67% finnst húðin minna rauð
Kremið inniheldur diosmin og esperidin sem er öflugt til þess að minnka roða í húðinni. Innihaldsefnin vinna að því að styrkja veggi háræðanna og vernda þá gegn frekari skemmdum. Shea butter hjálpar til við að vernda húðina. D-panthenol sefar húðina og róar. Það örvar örvar endurnýjunarferli húðþekjunnar. Húðin nær jafnvægi og verður mýkri og teygjanlegri.
- Ofnæmisprófað
- Klínískt prófað
- Án parabena
- Án rotvarnarefna